„Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. maí 2024 20:28 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum. „Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira