Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 22:42 Vladímír Pútín tekur í hönd Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands í dag. Þar sagði Pútín að hann væri tilbúinn í friðarviðræður en dróg á sama tíma lögmæti forseta Úkraínu í efa. AP/Dmitry Azarov/Spútnik Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum, sem hún segir háttsetta rússneska embættismenn, að Pútín vilji semja um vopnahlé en hann sé einnig tilbúinn að halda stríðinu áfram eins lengi og þörf krefji fallist Úkraínumenn ekki á það. Rússar hafa nú tæplega fimmtung Úkraínu á valdi sínu. Pútín var spurður út í þær fréttir á blaðamannafundi í Hvíta-Rússlandi í dag. Hann sagði að hefja ætti friðarviðræður að nýju á grundvelli „raunveruleikans á staðnum“ og í anda tillaganna sem voru ræddar á fyrstu vikum stríðsins fyrir rúmum tveimur árum. Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gaf lítið fyrir meintan friðarvilja Pútín í færslu á samfélagmiðlinum X í dag. Þar sakaði hann Pútín um að reyna að spilla fyrir friðarfundi sem á að fara fram í Sviss að undirlagi Úkraínumanna í næsta mánuði með því að senda frá sér fölsk skilaboð um að hann sé tilbúinn að stöðva stríðið. „Pútín hefur engan áhuga á að stöðva árás sína á Úkraínu þessa stundina. Aðeins regluföst og sameinuðu rödd meirihluta alþjóðasamfélagsins getur þvingað hann til þess að velja frið fram yfir stríð,“ skrifaði Kuleba. Selenskíj hefur ítrekað hafnað því að semja um frið á forsendum Rússa sem hafa sölsað undir sig stóran hluta Úkraínu.Vísir/EPA Dregur lögmæti Selenskíj í efa Markmið friðarfundarins í Sviss í júní er að finna samhljóm á meðal þjóða um hvernig hægt sé að binda enda á stríðið í Úkraínu, að sögn Reuters. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, boðaði til fundarins en hann hefur sagt að Pútín ætti ekki að sækja hann. Gestgjafarnir í Sviss hafa ekki boðið Rússum. Pútín dró lögmæti Selenskíj sem viðsemjanda í efa þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Fimm ára kjörtímabili Selenskíj sem forseta lauk í vikunni en forsetakosningar voru ekki haldnar í ljósi þess að herlög gilda vegna stríðsins. „En við hvern eigum við að semja? Það er ekki gagnslaus spurning. Við áttum okkur auðvitað á að lögmæti sitjandi þjóðhöfðingja er útrunnið,“ sagði Pútín. Selenskíj hefur ítrekað sagt að friður á forsendum Rússa komi ekki til mála og hefur heitið því að vinna til baka hernumin svæði, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu fyrir áratug. Reuters segir að Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra taki ummælum Pútín um lögmæti Selenskíj til marks um að honum sé ekki alvara með tali um friðarviðræður. Pútín var sjálfur endurkjörinn forseti í fjórða sinn í kosningum í vor sem fá lýðræðisríki telja hafa verið sanngjarnar. Þar á hann að hafa fengið rúmlega 88 prósent atkvæða. Sitji Pútín út kjörtímabilið verður hann þaulsetnasti leiðtogi Rússlands frá því að alræðisherrann Jósef Stalín var og hét. Stjórnvöld í Kreml ganga nú æ harðar fram í að kæfa niður allt andóf gegn Pútín og fangelsa og ógna pólitískum andstæðingum og frjálsum fjölmiðlum í landinu. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum, sem hún segir háttsetta rússneska embættismenn, að Pútín vilji semja um vopnahlé en hann sé einnig tilbúinn að halda stríðinu áfram eins lengi og þörf krefji fallist Úkraínumenn ekki á það. Rússar hafa nú tæplega fimmtung Úkraínu á valdi sínu. Pútín var spurður út í þær fréttir á blaðamannafundi í Hvíta-Rússlandi í dag. Hann sagði að hefja ætti friðarviðræður að nýju á grundvelli „raunveruleikans á staðnum“ og í anda tillaganna sem voru ræddar á fyrstu vikum stríðsins fyrir rúmum tveimur árum. Dmytro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gaf lítið fyrir meintan friðarvilja Pútín í færslu á samfélagmiðlinum X í dag. Þar sakaði hann Pútín um að reyna að spilla fyrir friðarfundi sem á að fara fram í Sviss að undirlagi Úkraínumanna í næsta mánuði með því að senda frá sér fölsk skilaboð um að hann sé tilbúinn að stöðva stríðið. „Pútín hefur engan áhuga á að stöðva árás sína á Úkraínu þessa stundina. Aðeins regluföst og sameinuðu rödd meirihluta alþjóðasamfélagsins getur þvingað hann til þess að velja frið fram yfir stríð,“ skrifaði Kuleba. Selenskíj hefur ítrekað hafnað því að semja um frið á forsendum Rússa sem hafa sölsað undir sig stóran hluta Úkraínu.Vísir/EPA Dregur lögmæti Selenskíj í efa Markmið friðarfundarins í Sviss í júní er að finna samhljóm á meðal þjóða um hvernig hægt sé að binda enda á stríðið í Úkraínu, að sögn Reuters. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, boðaði til fundarins en hann hefur sagt að Pútín ætti ekki að sækja hann. Gestgjafarnir í Sviss hafa ekki boðið Rússum. Pútín dró lögmæti Selenskíj sem viðsemjanda í efa þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Fimm ára kjörtímabili Selenskíj sem forseta lauk í vikunni en forsetakosningar voru ekki haldnar í ljósi þess að herlög gilda vegna stríðsins. „En við hvern eigum við að semja? Það er ekki gagnslaus spurning. Við áttum okkur auðvitað á að lögmæti sitjandi þjóðhöfðingja er útrunnið,“ sagði Pútín. Selenskíj hefur ítrekað sagt að friður á forsendum Rússa komi ekki til mála og hefur heitið því að vinna til baka hernumin svæði, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu fyrir áratug. Reuters segir að Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra taki ummælum Pútín um lögmæti Selenskíj til marks um að honum sé ekki alvara með tali um friðarviðræður. Pútín var sjálfur endurkjörinn forseti í fjórða sinn í kosningum í vor sem fá lýðræðisríki telja hafa verið sanngjarnar. Þar á hann að hafa fengið rúmlega 88 prósent atkvæða. Sitji Pútín út kjörtímabilið verður hann þaulsetnasti leiðtogi Rússlands frá því að alræðisherrann Jósef Stalín var og hét. Stjórnvöld í Kreml ganga nú æ harðar fram í að kæfa niður allt andóf gegn Pútín og fangelsa og ógna pólitískum andstæðingum og frjálsum fjölmiðlum í landinu.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11