Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 17:36 Sjö voru fluttir með þyrlum á Landspítalann í Fossvogi. Hinir tuttugu voru fluttir með sjúkrabíl, ýmist á heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira