Yazan bíður enn svara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2024 15:01 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Til stendur að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Vísir/Arnar Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Yazan kom með foreldrum sínum Mohsen og feryal Aburajab Tamimi hingað til lands frá Palestínu fyrir ári síðan. Þau komu til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau fengu vegabréfsáritun. Stefnan var alltaf til Íslands, vegna þeirrar góðu þjónustu sem fötluð börn fá. Nú á að senda fjölskylduna aftur til Spánar vegna Dyflinarreglugerðarinnar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að kærunefnd Útlendingamála taki málið aftur upp. Nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans voru ekki lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Því miður hefur staðan ekkert breyst. Þau bíða enn eftir skilaboðum frá lögreglu um hvenær fjölskyldan verður flutt úr landi. Kærunefnd útlendingamála er að skoða endurupptökubeiðni sem ég hef sent þeim en ekki úrskurðað í málinu ennþá,“ segir Albert. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og missti níu ára gamall getu til göngu. Feryal, móðir hans, lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að Yazan hraki mjög hratt fái hann ekki þjónustu sjúkraþjálfara og lækna. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hægt er að halda honum í skefjum með meðferð. Fram kemur í læknisvottorði, sem fréttastofa hefur undir höndum, að verði rof á þjónustu við Yazan geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30% drengja með þennan sjúkdóm deyi í kjölfar falls og líklegt sé að fjölskyldan þyrfti að bera sjálf kostnað af kaupum á hjólastól verði hann sendur til Spánar. „Þessi óvissa er satt best að segja óbærileg, sérstaklega í ljósi þess að læknar eru sammála um það að verði rof á þjónustunni eða hún skert að einhverju leyti hafi það neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu Yazans, bæði líkamlega og andlega.“ Þá hafa Duchenne-samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands og samtök Einstakra barna mótmælt brottrekstrinum harðlega. „Ég hef sjaldan séð jafn afgerandi læknavottorð eins og í þessu máli hans Yazans um nauðsyn þess að hann fái að dvelja á Íslandi. Svo hafa yfirlýsingar Þroskahjálpar, ÖBÍ, Einstakra barna og Duchenne-samtakanna verið mjög afgerandi og einróma líka. Þetta er mjög sérstakt mál, ég vona heitt og innilega að hann fái að vera á Íslandi,“ segir Albert. Hann segir alls óvíst hve langan tíma kærunefnd gefi sér til að afgreiða málið. „Það fer eftir aðstæðum hvers máls og málavöxtum. Ég viðurkenni það fúslega að það er mikið álag á nefndinni núna. Það er engin sérstök regla til um það.“ Palestína Málefni fatlaðs fólks Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Tengdar fréttir Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. 16. maí 2024 17:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Yazan kom með foreldrum sínum Mohsen og feryal Aburajab Tamimi hingað til lands frá Palestínu fyrir ári síðan. Þau komu til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau fengu vegabréfsáritun. Stefnan var alltaf til Íslands, vegna þeirrar góðu þjónustu sem fötluð börn fá. Nú á að senda fjölskylduna aftur til Spánar vegna Dyflinarreglugerðarinnar. Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að kærunefnd Útlendingamála taki málið aftur upp. Nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans voru ekki lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Því miður hefur staðan ekkert breyst. Þau bíða enn eftir skilaboðum frá lögreglu um hvenær fjölskyldan verður flutt úr landi. Kærunefnd útlendingamála er að skoða endurupptökubeiðni sem ég hef sent þeim en ekki úrskurðað í málinu ennþá,“ segir Albert. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og missti níu ára gamall getu til göngu. Feryal, móðir hans, lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að Yazan hraki mjög hratt fái hann ekki þjónustu sjúkraþjálfara og lækna. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hægt er að halda honum í skefjum með meðferð. Fram kemur í læknisvottorði, sem fréttastofa hefur undir höndum, að verði rof á þjónustu við Yazan geti það verið lífshættulegt og stytt ævi hans. Um 30% drengja með þennan sjúkdóm deyi í kjölfar falls og líklegt sé að fjölskyldan þyrfti að bera sjálf kostnað af kaupum á hjólastól verði hann sendur til Spánar. „Þessi óvissa er satt best að segja óbærileg, sérstaklega í ljósi þess að læknar eru sammála um það að verði rof á þjónustunni eða hún skert að einhverju leyti hafi það neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu Yazans, bæði líkamlega og andlega.“ Þá hafa Duchenne-samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands og samtök Einstakra barna mótmælt brottrekstrinum harðlega. „Ég hef sjaldan séð jafn afgerandi læknavottorð eins og í þessu máli hans Yazans um nauðsyn þess að hann fái að dvelja á Íslandi. Svo hafa yfirlýsingar Þroskahjálpar, ÖBÍ, Einstakra barna og Duchenne-samtakanna verið mjög afgerandi og einróma líka. Þetta er mjög sérstakt mál, ég vona heitt og innilega að hann fái að vera á Íslandi,“ segir Albert. Hann segir alls óvíst hve langan tíma kærunefnd gefi sér til að afgreiða málið. „Það fer eftir aðstæðum hvers máls og málavöxtum. Ég viðurkenni það fúslega að það er mikið álag á nefndinni núna. Það er engin sérstök regla til um það.“
Palestína Málefni fatlaðs fólks Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Tengdar fréttir Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. 16. maí 2024 17:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. 16. maí 2024 17:01
Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31