Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. maí 2024 13:59 Jónas Yngvi og Jóhanna voru á ferðalagi með Lionsklúbbnum Dynk í gær þegar slysið varð. Sjálf sluppu þau með skrekkinn en aðrir voru ekki jafn lánsamir. Vísir/Magnús Hlynur Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“ Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“
Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01
Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36