Ætla að bjóða vaxtalaus lán í aðdraganda mánaðamóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 21:48 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Framkvæmdastjóri sparisjóðs sem býður upp á ný, vaxtalaus lán í lok mánaðar segir það hagsmuni lánveitenda að viðskiptavinir þeirra séu fjárhagslega heilbrigðir. Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“ Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira