Atalanta getur enn endað í þriðja sæti og Empoli hélt sér uppi á hádramatískan hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 20:50 Ademola Lookman skoraði að sjálfsögðu í dag. EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Atalanta vann Torino 3-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í fótbolta, í dag og á enn möguleika á að enda í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið á enn einn leik eftir á meðan nær öll önnur lið hafa nú lokið leik á tímabilinu 2023-24. Þá hélt Empoli sér í deild þeirra bestu þökk sé sigurmarki í uppbótartíma. Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira