„Gerist ekki grátlegra“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2024 22:44 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, og Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari, fara yfir málin á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
„Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira