Lögmál leiksins: Hörður valdi verstu liðin sem hafa komist í úrslit NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 16:31 Donyell Marshall, Sasha Pavlovic, Anderson Varejao, LeBron James og félagar slysuðust í úrslit NBA 2007. getty/Gregory Shamus Aðdáendur NBA koma aldrei að tómum kofanum hjá strákunum í Lögmáli leiksins. Í þætti kvöldsins verður fjallað um verstu lið sem hafa komist í úrslit NBA. Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira