Tónlist

„Aldrei verið jafn stolt af mér“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
María Agnesardóttir, MAIAA, frumsýnir hér tónlistarmyndband.
María Agnesardóttir, MAIAA, frumsýnir hér tónlistarmyndband. Elvar Þór Baxter

„Ég trúi ekki að þetta ævilanga markmið sé loksins komið út,“ segir tónlistarkonan María Agnesardóttir eða MAIAA eins og hún kallar sig. MAIAA var að senda frá sér plötu og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lag sitt Lovesick.

Hér má sjá tónlistarmyndbandið:

Klippa: MAIAA - Lovesick

Safnaði sér fyrir tónlistinni

„Stefanía Stef, leikstjóri og klippari, hafði samband við mig á Instagram um að vinna saman að tónlistarmyndbandi. Þaðan fæddist þessi svona hættukvendis „femme fatale“ hugmynd sem hún var með og gekk þetta samstarf okkar ótrúlega vel vel,“ segir MAIAA um ferlið.

Tökurnar tóku tvo daga og stóðu yfir í tólf til sextán tíma hverju sinni.

„Útkoman er miklu betri en ég bjóst við. 

Aldrei hef ég verið jafn stolt af mér og við það að klára þessa plötu og gera tónlistarmyndband allt úr mínum eigin vasa. Platan og tónlistarmyndbandið var samtals rétt yfir milljón krónur,“ 

segir MAIAA.

Smá spennufall

Hún segir fyndið og sérstakt að vinna að plötu og tónlistarmyndbandi í meira en ár og svo kemur þetta allt út fyrir allra augum og eyrum á einum degi.

„Þetta er skrýtin tilfinning og maður fer í smá spennufall, þar sem maður er bara með venjulega dagvinnu líka þar sem fáir vita að ég geri tónlist alla daga, segir MAIAA og hlær.

Hún segist hafa verið smeyk við að byrja í tónlistinni en er þakklát fyrir að hafa kýlt á það.

„Ég er svo þakklát fyrir Baldvin Hlynsson fyrir það að taka mig undir sinn væng og hjálpa mér með fyrstu skrefin, semja með mér og pródúsera alla þessa EP plötu,“ segir MAIAA að lokum.

Hér má hlusta á hana á streymisveitunni Spotify






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.