Viðskipti innlent

Dæla skyrinu af ísvélum á Skálinni

Árni Sæberg skrifar
Skyrið er geymt á ísvélum.
Skyrið er geymt á ísvélum.

Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem dælt er úr ísvélum.

Í fréttatilkynningu um opnun staðarins segir að sú nýbreytni sem helst einkenni Skálina sé að að skyr- og jógúrtgrunnarnir eru kældir í ísvél, sem velti hráefninu hring eftir hring áður en skálin er sett saman. 

Fyrir vikið verði skyr- og jógúrtgrunnarnir ekki eins þungir í maga og búast mætti við ef þeir væru kældir í hefðbundnum kæli áður en skammtarnir eru útbúnir og áferðin öll léttari, ekki ósvipuð rjómaís.

„Rétt eins og skyrið hefur alla tíð verið stór hluti af matarmenningu Íslendinga, þá elskum við öll að fá okkur ís. Þegar þessi hugmynd fæddist, að setja skyr í ísvél og sjá hvað myndi gerast, þá eðlilega urðu allir mjög spenntir. Útkoman er síðan framar okkar björtustu vonum, skyrið verður dálítið eins og rjómaís og þetta kemur mjög vel út, enda hafa fyrstu dagarnir verið ævintýralegir. Viðskiptavinir okkar elska þessa nýjung, alveg eins og við,“ er haft eftir Karolinu Aleksöndru Styrna, aðstoðarverslunarstjóra Hagkaups í Skeifunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×