Erlent

Biðst af­sökunar á um­mælum um „faggaskap“

Samúel Karl Ólason skrifar
Frans páfi er 87 ára gamall.
Frans páfi er 87 ára gamall. AP/Andrew Medichini

Frans páfi hefur beðist afsökunar vegna niðrandi orða sem hann er sagður hafa látið frá sér í umræðu um það hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum í prestaskóla. Hann segist ekki hafa viljað særa neinn.

Ítalskir fjölmiðlar sögðu frá því að páfinn hafi talað um „faggaskap“ varðandi samkynhneigð þegar hann ítrekaði á nýlegum fundi með biskupum að ekki ætti að hleypa samkynhneigðum mönnum í skólana.

Í yfirlýsingu frá talsmanni Páfagarðs segir að Frans hafi ekki ætlað að tjá sig með niðrandi hætti og vildi engan særa.

Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Frans í gríni að í þessum skólum mætti fyrir finna „andrúmsloft faggaskaps“. Viðstaddir eru sagðir hafa verið hissa á orðanotkun páfans, sem hefur reynt að ná til hinsegin fólks í páfatíð sinni.

Sjá einnig: Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi

Í frétt AP segir að ítalska sé ekki móðurmál páfans en hann er frá Argentínu. Þá er hann sagður hafa gert sambærilega óleiki áður. Frans er einnig sagður tala með opinskáum hætti í einrúmi, grínast og jafnvel blóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×