Fjöldi fótboltafólks sýnir Palestínu stuðning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Heimsmeistarinn Aitana Bonmatí, og Evrópumeistari með Barcelona, hefur deilt myndinni sem sjá má fyrir miðju á samfélagsmiðlum sínum. Sömu sögu er að segja af Rafael Leão, stórstjörnu AC Milan. Vísir/Getty Images Eftir hryllinginn í Rafah-borg á Gasaströndinni í Palestínu virðist mörgum fyrr- og núverandi fótboltafólki vera ofboðið. Mörg þeirra hafa birt mynd á samfélagsmiðlum sínum til stuðnings Rafah en aðrir hafa gengið enn lengra og fordæmt voðaverk Ísraelshers á svæðinu. Á sunnudag lést fjöldi Palestínumanna, þar á meðal konur og börn, þegar Ísraelsher gerði loftáráris með þeim afleiðingum að það kviknaði í flóttamannabúðum á svæðinu og fólk brann lifandi. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Svæðið áti að vera svokallað „mannúðarsvæði“ en Ísraelsher hefur beint fólki á svæðið með því loforði að það yrði ekki gerð árás á það. Það loforð reyndist innantómt miðað við þann hrylling sem hefur geisað á svæðinu síðustu daga. Þá fóru skriðdrekar Ísraelshers inn á svæðið í gær, þriðjudag. Einn af þeim skriðdrekum sem réðst inn í Rafah í dag.AP/LEO CORREA Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Sjá einnig: „Við höfum ekkert“ Meðal fótboltamanna sem hafa deilt myndinni sem sjá má hér að neðan eða þá öðrum skilaboðum þar sem fjöldamorð Ísraelshers eru fordæmd eru: William Saliba, miðvörður Arsenal Rafael Leão, sóknarmaður AC Milan Nicolas Jackson, framherji Chelsea Jules Koundé, varnarmaður Barcelona Hakim Ziyech, miðjumaður Galatasaray Ousmane Dembélé, framherji París Saint-Germain Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool Marcus Thuram, sóknarmaður Inter Milan Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona Leah Williamson, miðvörður Arsenal Lucy Bronze, bakvörður Barcelona Dayot Upamecano, miðvörður Bayern München Gianluca Scamacca, framherji Atalanta Vert er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Þá hefur David Beckham, núverandi sendiherra UNICEF og fyrrverandi leikmaður Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og enska landsliðsins þar sem hann var lengi vel fyrirliði, nýtt mátt sinn á samfélagsmiðlum til að deila færslu hjálparsamtakanna UNICEF. Deildi hann færslu UNICEF sem sjá má hér að neðan. Þar er hryllingnum á Rafah lýst, kallað eftir vopnahléi, að gíslum verði sleppt og glórulausum morðum á börnum verði hætt. View this post on Instagram A post shared by UNICEF (@unicef) Þá hefur Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, verið duglegur að lýsa yfir stuðningi við Palestínu. Hann birti nokkrar spurningar í formi ljóðs á Instagram-síðu sinni. Eric Cantona „Er einhver eftir til að verja þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem fordæmir ekki þessa glæpamenn? Eru enn ríki sem vopna þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem myndi ekki kalla þetta þjóðarmorð? Er einhver eftir sem myndi ekki fella tár yfir þessum hrylling?“ Hvort við sjáum fleira íþróttafólk stíga upp og tjá sig um málefni Palestínu verður að koma í ljós en það verður forvitnilegt að sjá hvort liðin sem höfðu hvað hæst á HM í Katar geri slíkt hið sama á EM í ár. Fótbolti Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Mörg þeirra hafa birt mynd á samfélagsmiðlum sínum til stuðnings Rafah en aðrir hafa gengið enn lengra og fordæmt voðaverk Ísraelshers á svæðinu. Á sunnudag lést fjöldi Palestínumanna, þar á meðal konur og börn, þegar Ísraelsher gerði loftáráris með þeim afleiðingum að það kviknaði í flóttamannabúðum á svæðinu og fólk brann lifandi. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Svæðið áti að vera svokallað „mannúðarsvæði“ en Ísraelsher hefur beint fólki á svæðið með því loforði að það yrði ekki gerð árás á það. Það loforð reyndist innantómt miðað við þann hrylling sem hefur geisað á svæðinu síðustu daga. Þá fóru skriðdrekar Ísraelshers inn á svæðið í gær, þriðjudag. Einn af þeim skriðdrekum sem réðst inn í Rafah í dag.AP/LEO CORREA Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Sjá einnig: „Við höfum ekkert“ Meðal fótboltamanna sem hafa deilt myndinni sem sjá má hér að neðan eða þá öðrum skilaboðum þar sem fjöldamorð Ísraelshers eru fordæmd eru: William Saliba, miðvörður Arsenal Rafael Leão, sóknarmaður AC Milan Nicolas Jackson, framherji Chelsea Jules Koundé, varnarmaður Barcelona Hakim Ziyech, miðjumaður Galatasaray Ousmane Dembélé, framherji París Saint-Germain Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool Marcus Thuram, sóknarmaður Inter Milan Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona Leah Williamson, miðvörður Arsenal Lucy Bronze, bakvörður Barcelona Dayot Upamecano, miðvörður Bayern München Gianluca Scamacca, framherji Atalanta Vert er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Þá hefur David Beckham, núverandi sendiherra UNICEF og fyrrverandi leikmaður Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og enska landsliðsins þar sem hann var lengi vel fyrirliði, nýtt mátt sinn á samfélagsmiðlum til að deila færslu hjálparsamtakanna UNICEF. Deildi hann færslu UNICEF sem sjá má hér að neðan. Þar er hryllingnum á Rafah lýst, kallað eftir vopnahléi, að gíslum verði sleppt og glórulausum morðum á börnum verði hætt. View this post on Instagram A post shared by UNICEF (@unicef) Þá hefur Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, verið duglegur að lýsa yfir stuðningi við Palestínu. Hann birti nokkrar spurningar í formi ljóðs á Instagram-síðu sinni. Eric Cantona „Er einhver eftir til að verja þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem fordæmir ekki þessa glæpamenn? Eru enn ríki sem vopna þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem myndi ekki kalla þetta þjóðarmorð? Er einhver eftir sem myndi ekki fella tár yfir þessum hrylling?“ Hvort við sjáum fleira íþróttafólk stíga upp og tjá sig um málefni Palestínu verður að koma í ljós en það verður forvitnilegt að sjá hvort liðin sem höfðu hvað hæst á HM í Katar geri slíkt hið sama á EM í ár.
Fótbolti Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira