Leyniskyttur gættu Trump og Rooney: „Hvað er eiginlega í gangi hér?“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2024 13:00 Wayne Rooney átti góða stund með Donald Trump á golfvellinum hér um árið þar sem að leyniskyttur gættu þeirra Vísir/Samsett mynd Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er frægasti einstaklingurinn sem enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur spilað golf með og sagði Englendingurinn kostulega sögu af þeim golfhring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Manchester United sem og enska landsliðinu, Gary Neville stýrir. Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan: Donald Trump Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan:
Donald Trump Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira