„Annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 10:30 Argentínska landsliðið var með á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi árið 2023. Getty/Jose Breton Leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta voru spurðar út í fjarveru liðsfélaga sinna þegar vængbrotið landslið þeirra kom saman í gær. Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova. Argentína Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Fjórar landsliðskonur mótmæltu slökum aðbúnaði og lélegum launum með því að hætta í landsliðinu. Leikmennirnir sem eftir standa segjast skilja þetta en að þær ætla að berjast fyrir betri kjörum og umbætum innan frá. Markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmennirnir Julieta Cruz og Eliana Stábile sem og miðjumaðurinn Lorena Benítez hættu allar í landsliðinu fyrir tvo vináttulandsleiki við Kosta Ríka. Þær halda því fram að argentínska knattspyrnusambandið hafi sýnt þeim vanvirðingu og tilkynnt þeim það að þær fengu ekki greidd útgjöld fyrir þátttöku þeirra í þessum tveimur landsleikjum. Four Argentina women’s national team players step down in protestLorena Benítez, Julieta Cruz, Laurina Oliveros, and Eliana Stabile cited low investment and lack of answers from the Argentine Football Federation✍️ @fromero92 https://t.co/TKLYhNboLx— Buenos Aires Herald (@BAHeraldcom) May 29, 2024 „Við erum ekki sammála um að það sé rétt að yfirgefa landsliðið en við erum allar að berjast fyrir vexti kvennafótboltans,“ sagði framherjinn Rocío Bueno við blaðamenn. „Ég styð allt sem þær eru að biðja um en annað hvort eigum við að hætta allar eða mæta allar,“ sagði Bueno. ESPN segir frá. Leikmennirnir sem mættu ekki í landsliðsverkefnið sögðu meðal annars frá því að þær hefðu aðeins fengið samlokur með skinku og osti eftir æfingar sem er auðvitað ekki nóg fyrir íþróttakonur í fremstu röð. Yamila Rodríguez, sem spilar með brasilíska liðinu Palmeiras, sagði að liðsfélagar sínar hefðu reiðst yfir því sem hefur gengið á að undanförnu á bak við tjöldin. „Ég ræddi þetta við þær og þær skildu mig alveg. Ég skil þær. Við erum ekki á móti þeim. Við erum allar liðsfélagar. Ég tel að þær hafi ekki fundið réttan tímapunkt til að segja frá þessu,“ sagði Rodríguez. Argentínski kvennafótboltinn tók upp atvinnumennsku árið 2019 eftir verkfall þar sem landsliðskonur voru í fararbroddi. Samt sem áður hefur lítið batnað hvað varðar laun og aðstæður síðan þá. „Þetta er sorgleg staða. Ég sagði þeim að ég virði þeirra ákvörðun. Ég skil hana en við sem erum hér trúum því að það sé betra að fara aðra leið. Með samtali og vinnu innan frá til að stækka kvennafótboltann,“ sagði landsliðsþjálfarinn Germán Portanova.
Argentína Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira