Segir enga hættu á ferðum og yfirvöld komin í lið með íbúum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 12:34 „Já til Grindavíkur. Okkar ástkæra Grindavík,“ svarar Stefán spurður að því hvort hann sé á leiðinni í bæinn. Einhamar/Vísir Starfsmenn Einhamar Seafood unnu að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík en Stefán Kristjánsson, eigandi og forstjóri fyrirtækisins, segir yfirvöld mun samvinnufúsari núna varðandi aðgang að bænum en í fyrri gosum. „Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira