Upplifði svæsið einelti en er í dag yngsti læknir landsins Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2024 08:01 Ragna var einungis 17 ára þegar hún hóf nám við læknadeild Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Ragna Kristín Guðbrandsdóttir er við það að útskrifast úr læknanámi við Háskóla Íslands. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Ragna er einungis 23 ára. Erfið reynsla úr grunnskóla og veikindi föður hennar voru stærstu áhrifaþættirnir í vali hennar á námi. Læknisfræðin er ekki eina ástríða Rögnu því hún er einnig Íslandsmeistari í kraftlyftingum. Ragna ólst upp á Seltjarnarnesi og er dóttir Guðbrands Sigurðssonar framkvæmdastjóra og Rannveigar Pálsdóttur læknis. Yngri bróðir hennar hefur fetað í sömu fótspor og er í læknanámi við HÍ. Hún segist hafa orðið vör við ákveðið viðmót frá fólki þegar það heyri að hún sé að útskrifast sem læknir, verandi rétt komin yfir tvítugt. „Ég hef skynjað svona ákveðið viðmót frá fólki; að ég hljóti að vera alveg rosalega klár, og svakalega heppin og mikil forréttindamanneskja og þetta hafi verið örugglega verið auðvelt fyrir mig. En ég hef samt ekki alltaf verið mikill námsmaður og framan af í grunnskóla gekk mér ekkert sérstaklega vel. Ég held að foreldrar mínir hafi fengið áfall eftir að ég kláraði samræmdu prófin í fjórða bekk,“ segir hún og brosir. Hún rifjar upp augnablik þegar hún var í sjötta bekk og fékk lága einkunn á stafsetningarprófi. Móðir hennar sagði henni að prófið hefði ekki verið erfitt, heldur hefði Ragna ekki verið nógu vel undirbúin. Í kjölfarið setti Ragna sér það markmið að mæta alltaf vel undirbúin í próf. Var auðvelt skotmark Á miðstigi grunnskólans upplifði Ragna erfiða tíma. Hún var skotspónn eineltis og var útskúfuð úr hópnum. „Þetta lýsti sér mest í stríðni og allskyns ömurlegum og leiðinlegum kommentum. Ég var ekki látin í friði.“ Á sama tíma var fjölskylda Rögnu að ganga í gegnum erfiða tíma vegna veikinda föður hennar. „Pabbi greindist með alvarlegt blóðkrabbamein þegar ég var í sjöunda bekk. Það var meira að segja gert grín að því við mig í skólanum. Þegar ég horfi til baka þá sé ég að líklega var ég auðvelt skotmark á þessum tíma. Ég var viðkvæm og veik á svellinu,“ segir Ragna. Ragna tók endanlega ákvörðun um að verða læknir eftir að hafa horft upp á bataferli föður síns á sínum tíma.Vísir/Vilhelm „Pabbi var lengi í meðferð og á tímabili var ekkert vitað hvernig þetta myndi fara; við þurftum að búa okkur undir það versta. Það er í raun algjört kraftaverk að pabbi sé á lífi í dag. En þarna var fótunum alveg kippt undan mér. Ég þurfti allt í einu að horfast í augu við þennan raunveruleika: Er pabbi minn að fara að deyja? Þegar þú ert á þessum aldri sem ég var á þarna þá er dauðinn eitthvað svo fjarlægur. Manni finnst maður vera ódauðlegur, og foreldrar manns líka. Þú ert ekkert að pæla í því að foreldrar þínir geti hugsanlega dáið.“ Veikindi föður Rögnu áttu þátt í því að hún setti snemma stefnuna á læknisfræði. „Mér fannst svo ótrúlegt að sjá læknarnir gerðu fyrir pabba. Mér fannst svo merkilegt og magnað að það væri hægt að hjálpa fólki á þennan hátt. Og ég vissi að þetta væri það sem ég vildi gera.“ Úr áttunda bekk í tíunda Þegar eineltið í skólanum hætti ekki var tekin sú ákvörðun að færa Rögnu upp um bekk. Að lokum fór svo að hún kláraði áttunda bekk, hoppaði yfir níunda bekk og fór beint upp í tíunda. Það átti eftir reynast henni mikið gæfuspor. „Þá eiginlega breyttist allt, eineltið hætti alveg. Mér var strax tekið vel og þarna kynntist ég líka bestu vinkonu minni, henni Matthildi. Eineltið hafði líka þau áhrif á mig að mér fannst ég verða að standa mig „extra“ vel í námi. Ég hugsaði þetta einhvern þannig; Ókei, ég er kanski ljóta stelpan sem á enga vini en ég fæ að minnsta góðar einkunnir. Þetta var svona mína leið til sanna mig, sýna að ég væri ekki ómöguleg.“ Hún bætir við að það hafi ekki verið fyrr en núna seinustu árin að hún fór að slaka á kröfunum sem hún gerði til sín. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á öðrum með því að fá háar einkunnir. Ég var ekki að gera það fyrir mig. Og ég var aldrei sátt, sama hversu vel mér gekk. Ég hef leyft mér að sleppa tökunum, og ég hef ekki lengur þessa svakalegu þörf fyrir að sanna mig fyrir öðrum. En það krafðist líka mikillar sjálfsvinnu.“ Tæmir hugann á æfingum Ragna stundaði íþróttir sem barn; ballet, handbolta og golf og í tíunda bekk kynntist hún kraftlyftingum. Í dag æfir hún hjá Ingimundi Björgvinssyni hjá Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur og í nóvember síðastliðnum landaði hún Íslandsmeistaratitlinum í 69 kílóa ungliðaflokki." Skiljanlega krefst það mikils skipulags og aga að samræma þungt háskólanám og stífar landsliðsæfingar. „Það er Matthildi vinkonu minni að þakka að ég kynntist lyftingum á sínum tíma, hún dró mig með sér á æfingu hjá Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur og ég varð strax alveg kolfallin. Í dag eru lyftingarnar rosalega stór og mikilvægur þáttur af lífi mínu.” Hún segir lyftingarnar hafa margvíslegan ávinning í för með sér, bæði fyrir líkamann og hugann. „Þetta er þannig sport að þú ert alltaf að keppa við sjálfan þig, bæði á æfingum og í keppnum líka. Í hvert sinn sem ég fer að lyfta þá næ ég tæma hugann algjörlega og kem út endurnærð .Þetta er líka svo ótrúlega valdeflandi, þegar maður setur sér markmið að ná ákveðinni þyngd og tekst það svo þá finnst manni eins og maður geti hreinlega gert allt. Ég hefði ekki getað komist í gegnum námið án þess að hafa lyftingarnar. Fyrir mér er það besti tími dagsins þegar ég er fer á æfingu. Ég fann greinilegan mun á mér þegar covid faraldurinn var í gangi og líkamsræktarstöðvarnar lokuðu. Mér leið verr andlega og ég átti erfiðara með að einbeita mér. Ég held líka að það sé ótrúlega mikilvægt þegar maður er svona í stífu námi að hafa eitthvað meðfram því, eitthvað sem tengist náminu ekki. Hvort sem það er líkamsrækt eða eitthvað annað áhugamál.“ 17 ára í læknanám Að loknum grunnskóla fór Ragna í Menntaskólann í Hamrahlíð. Á þessum tíma var búið að stytta framhaldsskólanám í þrjú ár og þar af leiðandi útskrifaðist hún sem stúdent einungis 17 ára gömul. Þaðan lá leiðin beint í inntökuprófið í læknisfræði við Háskóla Íslands. Ragna komst inn í fyrstu tilraun og var þar að auki ofarlega á listanum. „Ég var alls ekkert örugg með um að ná inntökuprófinu og ég skoðaði ýmsa aðra möguleika. En ég var samt alveg ákveðin í því að ef ég myndi ekki komast inn þetta árið þá myndi ég reyna aftur á næsta ári. Á sama tíma og ég var að læra fyrir inntökuprófið var ég að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum og í margar vikur gerði ég eiginlega ekkert annað en að lesa og fara á æfingar.“ Ragna hefur gætt þess vel að eiga líf fyrir utan námið og segir lyftingarnar veitt sér endalausan kraft.Vísir/Vilhelm Aðspurð segist Ragna ekki hafa fundið mikið fyrir því að vera áberandi yngsti nemandinn þegar hún hóf námið í læknadeildinni, 17 ára gömul. „Ég fann það í byrjun að ég var kanski ekki alveg eins félagslega þroskuð og hinir í bekknum, en mér var tekið ótrúlega vel og ég hef eignast frábæra vini í læknadeildinni,” segir hún og bætir við að hún hafi sömuleiðis sjaldan upplifað það í verknáminu á spítalanum að fólk komi öðruvísi fram fyrir hana vegna þess hve ung hún er.“ „Ég hef stundum verið kölluð „vinan“ bæði af sjúklingum og eldri læknum og sumir hafa ekki fattað það strax að ég sé læknirinn. Oftast er það þá eldra fólk. En svo eru aðrar stelpur í bekknum mínum sem hafa fengið sama viðmót, þannig að ég held að þetta sé ekkert endilega bundið við aldur.“ Reynsla Rögnu af einelti í æsku hefur ýtt undir áhuga hennar á forvörnum með börnum, og langvarandi áhrifum eineltis og annarra áfalla á heilsu einstaklinga.Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Um þessar mundir er Ragna á lokametrunum í náminu og ef allt gengur að óskum mun hún út setja upp útskriftarhúfuna þann 15.júní næstkomandi- og getur þá titlað sig formlega sem læknakandídat. Eftir kandídatsárið tekur við sérnám, og Ragna stefnir erlendis. Hún heldur öllum möguleikum opnum. „Ég er búin að starfa sem aðstoðarlæknir á Barnaspítalanum með náminu og akkúrat núna hallast ég að barnalækningum. Börnin eru svo skemmtilegir sjúklingahópur. Andrúmsloftið á barnadeildinni er líka alveg einstakt, og læknarnir og annað starfsfólk koma fram við börnin af svo miklum áhuga og virðingu.“ Reynsla Rögnu af einelti í æsku hefur ýtt undir áhuga hennar á forvörnum með börnum, og langvarandi áhrifum eineltis og annarra áfalla á heilsu einstaklinga. „Þess vegna finnst mér skipta svo miklu máli að börn sem búa við erfiðar aðstæður eða lenda í áföllum séu gripin í tæka tíð og hlúð að þeim. Algjörlega óháð efnahag eða frumkvæði foreldra þeirra. Annars eru þau margfalt líklegri til að þróa með sér allskyns líkamlega og andlega kvilla seinna meir.“ Nýtt viðhorf eftir starf á fíknigeðdeild Ragna segir að í dag sé hún í raun þakklát fyrir erfiðleikana sem hún gekk í gegnum í æsku. Þeir höfðu ótalmargt gott í för með sér. „En ég veit líka að ég gæti ekki verið þakklát fyrir þessa reynslu nema vegna þess að ég er svo heppin að eiga foreldra sem veittu mér þann stuðning sem ég þurfti á að halda. Þau sáu til þess að ég fengi úrræði, og þau höfðu frumkvæði að því að ég fengi aðstoð frá fagaðilum til að vinna úr afleiðingunum eineltisins.“ Í læknanáminu vann Ragna á fíknigeðdeild. Í kjölfarið gerði hún sér betur grein fyrir því hversu lánsöm hún er að hafa gott bakland. „Ég held að flestallir hafi einhverja fordóma gagnvart jaðarhópum, þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Ég viðurkenni það að ég hafði ekki velt þessum tiltekna hópi neitt sérstaklega fyrir mér áður. Ég ræddi við marga skjólstæðinga á fíknigeðdeildinni, sem höfðu flestallir lent í hræðilegum áföllum. Margir höfðu lent í einelti í skóla og höfðu engan stuðning fengið, hvorki frá skólanum né heiman frá. Þegar ég heyrði sögurnar þeirra þá setti það hlutina í ákveðið samhengi fyrir mig. Ragna segir það hafa haft mótandi áhrif á sig að vinna með jaðarsettum einstaklingum.Vísir/Vilhelm Ég vissi það svo sem alltaf að ég kæmi frá ástríku heimili og átti góða foreldra, en þarna varð mér ljóst hvað ég var ótrúlega heppin, og ég fann fyrir svo djúpu þakklæti. Ég sá líka svo skýrt hvað áföll hafa mikil og langvarandi áhrif á fólk ef það er ekki gripið inn í og hvað það eru svo sterk tengsl á milli fíknar og áfalla.“ Ragna bætir við að starfið hennar á fíknigeðdeildinni hafi haft mótandi áhrif á hana sem verðandi lækni. Hún rifjar upp orð eins skjólstæðings á deildinni: „Plís, ekki verða svona læknir sem stimplar mig bara af því að ég er dópisti.“ Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja öðrum sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma segist Ragna hvetja fólk til að þiggja allan þann stuðning sem er í boði og ekki hika við að leita sér hjálpar. „Og sömuleiðis að gefast ekki upp þó að á móti blási, heldur reyna að draga lærdóm af öllu sem maður gerir í lífinu; nýta sér það til góðs ef hægt er. Það sem hefur líka hjálpað mér í gengum tíðina er að hafa einhverju stefnu, eitthvað að miða að, eins og þegar ég ákvað að fara í læknisfræðina. Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað markmið sem gefur manni tilgang til að vakna á morgnana. Eitthvað sem heldur manni gangandi.“ Háskólar Heilbrigðismál Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Ragna ólst upp á Seltjarnarnesi og er dóttir Guðbrands Sigurðssonar framkvæmdastjóra og Rannveigar Pálsdóttur læknis. Yngri bróðir hennar hefur fetað í sömu fótspor og er í læknanámi við HÍ. Hún segist hafa orðið vör við ákveðið viðmót frá fólki þegar það heyri að hún sé að útskrifast sem læknir, verandi rétt komin yfir tvítugt. „Ég hef skynjað svona ákveðið viðmót frá fólki; að ég hljóti að vera alveg rosalega klár, og svakalega heppin og mikil forréttindamanneskja og þetta hafi verið örugglega verið auðvelt fyrir mig. En ég hef samt ekki alltaf verið mikill námsmaður og framan af í grunnskóla gekk mér ekkert sérstaklega vel. Ég held að foreldrar mínir hafi fengið áfall eftir að ég kláraði samræmdu prófin í fjórða bekk,“ segir hún og brosir. Hún rifjar upp augnablik þegar hún var í sjötta bekk og fékk lága einkunn á stafsetningarprófi. Móðir hennar sagði henni að prófið hefði ekki verið erfitt, heldur hefði Ragna ekki verið nógu vel undirbúin. Í kjölfarið setti Ragna sér það markmið að mæta alltaf vel undirbúin í próf. Var auðvelt skotmark Á miðstigi grunnskólans upplifði Ragna erfiða tíma. Hún var skotspónn eineltis og var útskúfuð úr hópnum. „Þetta lýsti sér mest í stríðni og allskyns ömurlegum og leiðinlegum kommentum. Ég var ekki látin í friði.“ Á sama tíma var fjölskylda Rögnu að ganga í gegnum erfiða tíma vegna veikinda föður hennar. „Pabbi greindist með alvarlegt blóðkrabbamein þegar ég var í sjöunda bekk. Það var meira að segja gert grín að því við mig í skólanum. Þegar ég horfi til baka þá sé ég að líklega var ég auðvelt skotmark á þessum tíma. Ég var viðkvæm og veik á svellinu,“ segir Ragna. Ragna tók endanlega ákvörðun um að verða læknir eftir að hafa horft upp á bataferli föður síns á sínum tíma.Vísir/Vilhelm „Pabbi var lengi í meðferð og á tímabili var ekkert vitað hvernig þetta myndi fara; við þurftum að búa okkur undir það versta. Það er í raun algjört kraftaverk að pabbi sé á lífi í dag. En þarna var fótunum alveg kippt undan mér. Ég þurfti allt í einu að horfast í augu við þennan raunveruleika: Er pabbi minn að fara að deyja? Þegar þú ert á þessum aldri sem ég var á þarna þá er dauðinn eitthvað svo fjarlægur. Manni finnst maður vera ódauðlegur, og foreldrar manns líka. Þú ert ekkert að pæla í því að foreldrar þínir geti hugsanlega dáið.“ Veikindi föður Rögnu áttu þátt í því að hún setti snemma stefnuna á læknisfræði. „Mér fannst svo ótrúlegt að sjá læknarnir gerðu fyrir pabba. Mér fannst svo merkilegt og magnað að það væri hægt að hjálpa fólki á þennan hátt. Og ég vissi að þetta væri það sem ég vildi gera.“ Úr áttunda bekk í tíunda Þegar eineltið í skólanum hætti ekki var tekin sú ákvörðun að færa Rögnu upp um bekk. Að lokum fór svo að hún kláraði áttunda bekk, hoppaði yfir níunda bekk og fór beint upp í tíunda. Það átti eftir reynast henni mikið gæfuspor. „Þá eiginlega breyttist allt, eineltið hætti alveg. Mér var strax tekið vel og þarna kynntist ég líka bestu vinkonu minni, henni Matthildi. Eineltið hafði líka þau áhrif á mig að mér fannst ég verða að standa mig „extra“ vel í námi. Ég hugsaði þetta einhvern þannig; Ókei, ég er kanski ljóta stelpan sem á enga vini en ég fæ að minnsta góðar einkunnir. Þetta var svona mína leið til sanna mig, sýna að ég væri ekki ómöguleg.“ Hún bætir við að það hafi ekki verið fyrr en núna seinustu árin að hún fór að slaka á kröfunum sem hún gerði til sín. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á öðrum með því að fá háar einkunnir. Ég var ekki að gera það fyrir mig. Og ég var aldrei sátt, sama hversu vel mér gekk. Ég hef leyft mér að sleppa tökunum, og ég hef ekki lengur þessa svakalegu þörf fyrir að sanna mig fyrir öðrum. En það krafðist líka mikillar sjálfsvinnu.“ Tæmir hugann á æfingum Ragna stundaði íþróttir sem barn; ballet, handbolta og golf og í tíunda bekk kynntist hún kraftlyftingum. Í dag æfir hún hjá Ingimundi Björgvinssyni hjá Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur og í nóvember síðastliðnum landaði hún Íslandsmeistaratitlinum í 69 kílóa ungliðaflokki." Skiljanlega krefst það mikils skipulags og aga að samræma þungt háskólanám og stífar landsliðsæfingar. „Það er Matthildi vinkonu minni að þakka að ég kynntist lyftingum á sínum tíma, hún dró mig með sér á æfingu hjá Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur og ég varð strax alveg kolfallin. Í dag eru lyftingarnar rosalega stór og mikilvægur þáttur af lífi mínu.” Hún segir lyftingarnar hafa margvíslegan ávinning í för með sér, bæði fyrir líkamann og hugann. „Þetta er þannig sport að þú ert alltaf að keppa við sjálfan þig, bæði á æfingum og í keppnum líka. Í hvert sinn sem ég fer að lyfta þá næ ég tæma hugann algjörlega og kem út endurnærð .Þetta er líka svo ótrúlega valdeflandi, þegar maður setur sér markmið að ná ákveðinni þyngd og tekst það svo þá finnst manni eins og maður geti hreinlega gert allt. Ég hefði ekki getað komist í gegnum námið án þess að hafa lyftingarnar. Fyrir mér er það besti tími dagsins þegar ég er fer á æfingu. Ég fann greinilegan mun á mér þegar covid faraldurinn var í gangi og líkamsræktarstöðvarnar lokuðu. Mér leið verr andlega og ég átti erfiðara með að einbeita mér. Ég held líka að það sé ótrúlega mikilvægt þegar maður er svona í stífu námi að hafa eitthvað meðfram því, eitthvað sem tengist náminu ekki. Hvort sem það er líkamsrækt eða eitthvað annað áhugamál.“ 17 ára í læknanám Að loknum grunnskóla fór Ragna í Menntaskólann í Hamrahlíð. Á þessum tíma var búið að stytta framhaldsskólanám í þrjú ár og þar af leiðandi útskrifaðist hún sem stúdent einungis 17 ára gömul. Þaðan lá leiðin beint í inntökuprófið í læknisfræði við Háskóla Íslands. Ragna komst inn í fyrstu tilraun og var þar að auki ofarlega á listanum. „Ég var alls ekkert örugg með um að ná inntökuprófinu og ég skoðaði ýmsa aðra möguleika. En ég var samt alveg ákveðin í því að ef ég myndi ekki komast inn þetta árið þá myndi ég reyna aftur á næsta ári. Á sama tíma og ég var að læra fyrir inntökuprófið var ég að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum og í margar vikur gerði ég eiginlega ekkert annað en að lesa og fara á æfingar.“ Ragna hefur gætt þess vel að eiga líf fyrir utan námið og segir lyftingarnar veitt sér endalausan kraft.Vísir/Vilhelm Aðspurð segist Ragna ekki hafa fundið mikið fyrir því að vera áberandi yngsti nemandinn þegar hún hóf námið í læknadeildinni, 17 ára gömul. „Ég fann það í byrjun að ég var kanski ekki alveg eins félagslega þroskuð og hinir í bekknum, en mér var tekið ótrúlega vel og ég hef eignast frábæra vini í læknadeildinni,” segir hún og bætir við að hún hafi sömuleiðis sjaldan upplifað það í verknáminu á spítalanum að fólk komi öðruvísi fram fyrir hana vegna þess hve ung hún er.“ „Ég hef stundum verið kölluð „vinan“ bæði af sjúklingum og eldri læknum og sumir hafa ekki fattað það strax að ég sé læknirinn. Oftast er það þá eldra fólk. En svo eru aðrar stelpur í bekknum mínum sem hafa fengið sama viðmót, þannig að ég held að þetta sé ekkert endilega bundið við aldur.“ Reynsla Rögnu af einelti í æsku hefur ýtt undir áhuga hennar á forvörnum með börnum, og langvarandi áhrifum eineltis og annarra áfalla á heilsu einstaklinga.Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Um þessar mundir er Ragna á lokametrunum í náminu og ef allt gengur að óskum mun hún út setja upp útskriftarhúfuna þann 15.júní næstkomandi- og getur þá titlað sig formlega sem læknakandídat. Eftir kandídatsárið tekur við sérnám, og Ragna stefnir erlendis. Hún heldur öllum möguleikum opnum. „Ég er búin að starfa sem aðstoðarlæknir á Barnaspítalanum með náminu og akkúrat núna hallast ég að barnalækningum. Börnin eru svo skemmtilegir sjúklingahópur. Andrúmsloftið á barnadeildinni er líka alveg einstakt, og læknarnir og annað starfsfólk koma fram við börnin af svo miklum áhuga og virðingu.“ Reynsla Rögnu af einelti í æsku hefur ýtt undir áhuga hennar á forvörnum með börnum, og langvarandi áhrifum eineltis og annarra áfalla á heilsu einstaklinga. „Þess vegna finnst mér skipta svo miklu máli að börn sem búa við erfiðar aðstæður eða lenda í áföllum séu gripin í tæka tíð og hlúð að þeim. Algjörlega óháð efnahag eða frumkvæði foreldra þeirra. Annars eru þau margfalt líklegri til að þróa með sér allskyns líkamlega og andlega kvilla seinna meir.“ Nýtt viðhorf eftir starf á fíknigeðdeild Ragna segir að í dag sé hún í raun þakklát fyrir erfiðleikana sem hún gekk í gegnum í æsku. Þeir höfðu ótalmargt gott í för með sér. „En ég veit líka að ég gæti ekki verið þakklát fyrir þessa reynslu nema vegna þess að ég er svo heppin að eiga foreldra sem veittu mér þann stuðning sem ég þurfti á að halda. Þau sáu til þess að ég fengi úrræði, og þau höfðu frumkvæði að því að ég fengi aðstoð frá fagaðilum til að vinna úr afleiðingunum eineltisins.“ Í læknanáminu vann Ragna á fíknigeðdeild. Í kjölfarið gerði hún sér betur grein fyrir því hversu lánsöm hún er að hafa gott bakland. „Ég held að flestallir hafi einhverja fordóma gagnvart jaðarhópum, þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Ég viðurkenni það að ég hafði ekki velt þessum tiltekna hópi neitt sérstaklega fyrir mér áður. Ég ræddi við marga skjólstæðinga á fíknigeðdeildinni, sem höfðu flestallir lent í hræðilegum áföllum. Margir höfðu lent í einelti í skóla og höfðu engan stuðning fengið, hvorki frá skólanum né heiman frá. Þegar ég heyrði sögurnar þeirra þá setti það hlutina í ákveðið samhengi fyrir mig. Ragna segir það hafa haft mótandi áhrif á sig að vinna með jaðarsettum einstaklingum.Vísir/Vilhelm Ég vissi það svo sem alltaf að ég kæmi frá ástríku heimili og átti góða foreldra, en þarna varð mér ljóst hvað ég var ótrúlega heppin, og ég fann fyrir svo djúpu þakklæti. Ég sá líka svo skýrt hvað áföll hafa mikil og langvarandi áhrif á fólk ef það er ekki gripið inn í og hvað það eru svo sterk tengsl á milli fíknar og áfalla.“ Ragna bætir við að starfið hennar á fíknigeðdeildinni hafi haft mótandi áhrif á hana sem verðandi lækni. Hún rifjar upp orð eins skjólstæðings á deildinni: „Plís, ekki verða svona læknir sem stimplar mig bara af því að ég er dópisti.“ Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja öðrum sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma segist Ragna hvetja fólk til að þiggja allan þann stuðning sem er í boði og ekki hika við að leita sér hjálpar. „Og sömuleiðis að gefast ekki upp þó að á móti blási, heldur reyna að draga lærdóm af öllu sem maður gerir í lífinu; nýta sér það til góðs ef hægt er. Það sem hefur líka hjálpað mér í gengum tíðina er að hafa einhverju stefnu, eitthvað að miða að, eins og þegar ég ákvað að fara í læknisfræðina. Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað markmið sem gefur manni tilgang til að vakna á morgnana. Eitthvað sem heldur manni gangandi.“
Háskólar Heilbrigðismál Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira