„Er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:37 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði mark Íslands í dag. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images „Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag. Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira