Fótbolti

Pressa Þjóð­verja bar loks árangur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giulia Gwinn kemur Þýskalandi í 3-1 gegn Póllandi.
Giulia Gwinn kemur Þýskalandi í 3-1 gegn Póllandi. getty/Sebastian Gollnow

Þýskaland er með fullt hús á toppi riðils 4 í undankeppni EM 2025 eftir 4-1 sigur á Póllandi í Rostock í kvöld. 

Þessi lið eru með Íslandi og Austurríki í riðli en fyrr í dag gerðu þau 1-1 jafntefli í Ried.

Pólverjar náði forystunni strax á upphafsmínútu leiksins þegar Natalia Padilla skoraði eftir sendingu frá Ewu Pajor.

Þjóðverjar jöfnuðu á 34. mínútu og fengu til þess hjálp frá Wiktoriu Zieniewicz sem skoraði sjálfsmark. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Horst Hrubesch, þjálfari þýska liðsins, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, svo tvær til viðbótar og það bar loks árangur þegar Lea Schuller kom Þýskalandi í 2-1 á 78. mínútu.

Guilia Gwinn bætti svo tveimur mörkum við og gulltryggði sigur Þjóðverja sem eru með níu stig á toppi riðilsins. Pólverjar eru á botni hans án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×