Klukkan 16 í dag var kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður 39,21 prósent, en árið 2020 var hún 27,21 prósent á sama tíma. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var kjörsókn komin í 40,74 prósent, samanborið við 28,68 prósent árið 2020.
Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kosningarnar í ár séu þær mest spennandi síðan 1980, þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin.
Hún segir að mikil spenna sé í loftinu og enginn augljós sigurvegari. Ólafur Ragnar og Guðni Th. hefðu báðir verið nokkuð sigurstranglegir þegar þeir voru kjörnir í fyrsta sinn á sínum tíma.
Einnig hafi dagsetning kosninganna talsverð áhrif, en þær eru óvenju snemma í ár. Mun færri kusu utan kjörfundar í ár en síðast til dæmis. Séu kosningar haldnar síðar í júní, sé fólk komið í sumarfrí og á ferðalögum. Þess vegna hafi fleiri kosið utan kjörfundar fyrir fjórum árum.
Vel er fylgst með gangi mála í forsetavakt Vísis: