Fótbolti

Allt í skrúfunni hjá liði Arnórs Ingva og Gísli lagði upp fyrir Halmstad

Smári Jökull Jónsson skrifar
Arnór Ingvi er leikmaður Norrköping sem hefur byrjað tímabilið skelfilega.
Arnór Ingvi er leikmaður Norrköping sem hefur byrjað tímabilið skelfilega. Norrköping

Arnór Ingvi Traustason og samherjar hans hjá sænska félaginu Norrköping eiga ekki sjö dagana sæla þessa dagana en félagið þurfti að sætta sig við annað stórtapið í röð í sænsku úrvalsdeildinni.Þá lagði Gísli Eyjólfsson upp mark fyrir Halmstad í góðum sigri á GAIS.

Það gengur allt á afturfótunum hjá sænska félaginu Norrköping þessa dagana. Liðið er í botnbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar og er aðeins með 11 stig eftir fyrstu tólf leiki deildakeppninnar. Liðið tapaði 4-0 á heimavelli í síðustu umferð gegn Värnamo og hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 28. apríl fyrir leikin ngegn Sirius í dag.

Arnór Ingvi Traustason var á sínum stað í liði Norrköping í dag en Ísak Andri Sigurgeirsson er enn frá vegna meiðsla. Arnór Ingvi og félagar komust ekki á sigurbraut í dag því liðið mátti sætta sig við annað stórtapið í röð. Sirius vann öruggan 5-1 sigur en Norrköping hefur nú leikið sex leiki í röð í sænsku deildinni án sigurs.

Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem tók á móti spútnikliði GAIS á heimavelli í dag. Halmstads var í 10. sæti fyrir leikinn en nýliðar GAIS í 3. sætinu.

Heimamenn í Halmstads byrjuðu leikinn af krafti og strax á fyrstu mínútu lagði Gísli upp mark fyrir Villiam Granath. Heimamenn bættu þremur mörkum við áður en leikurinn var á enda og unnu að lokum 4-0 sigur. Halmstads lyftir sér upp í 6. sæti sænsku deildarinnar með sigrinum.

Markið sem Gísli lagði upp má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×