Halla Hrund: „Þetta ferðalag mun binda okkur saman út ævina“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 22:07 Halla Hrund í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur. Vísir/Viktor Freyr Halla Hrund Logadóttir ávarpaði stuðningsmenn sína í kosningapartýi sínu í Björtuloftum í Hörpu í kvöld og þakkaði þeim fyrir 55 daga ferðalag sem hún sagði að myndi binda þau saman út ævina. Halla hvatti stuðningsmennina til að fara bjartsýnir inn í kvöldið í aðdraganda fyrstu talna. „Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira