Telur taktíska kosningu hafa unnið gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Eiríkur Ingi Jóhannsson segist ætla að þræða kosningavökur annarra frambjóðenda í nótt. Stöð 2 Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi Jóhannsson segir ljóst að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa taktískt í forsetakosningunum í dag og að það hafi mögulega unnið gegn sér. Þegar fyrstu tölur voru lesnar í Suður- og Norðausturkjördæmi var uppskera Eiríks Inga heldur rýr. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06