Katrín ávarpaði stuðningsmenn: „Ég sé ekki eftir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 01:01 Katrín ávarpaði stuðningsfólk sitt eftir að fyrstu tölur fóru að detta í hús. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir kosningabaráttuna og sagðist ekki sjá eftir neinu. Hún væri maður að meiri eftir fjölda fundi með fólki út um allt land. „Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Loksins er maður kominn hingað sem maður vill vera, með sínu fólki og ég ætla að fá að segja ykkur það að þessi kosningabarátta er auðvitað búin að vera algjört ævintýri,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Katrín er þegar þetta er skrifað með næst flestan fjölda atkvæða, á meðan enn er verið að telja, á eftir Höllu Tómasdóttur. Stærri manneskja eftir fundi með fólki Katrín sagði í ræðu sinni að þegar hún hafi lagt af stað í baráttuna hafi þetta verið mikil óvissuferð. Hún vissi að hún vildi heyja jákvæða, uppbyggilega og málefnanlega kosningabaráttu með reisn. „Mig langaði að heyja þessa kosningabaráttu í raunheimum fyrst og fremst og fá að fara um landið og eiga samtal við þjóðina. Það hef ég fengið að gera og það hefur verið ómetanlegt. Við erum búin að eiga sextíu fundi með fólkinu í landinu og ég er að minnsta kosti miklu stærri manneskja eftir þá fundi en ég var fyrir.“ Katrín sagði að hún vissi að margir stuðningsmanna sinna hefðu upplifað mótbyr. Hún hefði sjálf fundið fyrir honum en miklu meira hefði hún séð það góða sem hefði komið út úr baráttunni. Nefndi hún að hún hefði séð hið ótrúlegasta fólk vinna saman. „Ég ætla að segja ykkur það, ég hef aldrei nokkurn tímann séð eftir neinu í mínu lífi og ég sé ekki eftir þessu því þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég hlakka til næturinnar, við eigum eftir að sjá auðvitað hvernig þetta fer en fyrst og fremst er ég ótrúlega sátt við að hafa fengið að fara í þessa vegferð með ykkur,“ sagði Katrín. „Þannig kæru vinir, kæru félagar, við gerum eitthvað geggjað úr þessu kvöldi, en við gerum líka eitthvað geggjað úr þessari lífsreynslu, eigum hana saman og búum til eitthvað fallegt, því það skiptir máli fyrir Ísland að við gerum nákvæmlega það. Vinnum nákvæmlega svona, að við vinnum fallega og að við séum að horfa á hið jákvæða, dýrmæta og uppbyggilega og ég er svo stolt af því í þessari baráttu og það er það sem ég tek með mér inn í kvöldið og inn í framtíðina.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira