Dauðþreyttur Jón eyddi átta milljónum króna Árni Sæberg skrifar 2. júní 2024 13:12 Jón er þakklátur fyrir Jógu sína. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“ Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“
Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59
Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09
Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49
Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32