„Það getur vel verið að einhverjum finnist litlir silkiklútar kerlingarlegir en býr ekki lítil kerling innra með okkur öllum?“ spyr Marta María. Og hún telur það af hinu góða.

„Þarf ekki bara að umfaðma hana og leyfa henni að vera með. Og svo væri kannski allt í lagi að gangast við því því að hér væri ekki samfélag ef þessar kerlingar hefðu ekki staðið vaktina í gegnum aldirnar með því að elda mat úr engu og prjóna á ullarföt á fólkið sitt svo það yrði ekki úti?
Marta María splæsti í mikla grein um slæðufárið á mbl.is. Sjálf talaði Halla, nýkjörin forseti, um „slæðubyltinguna“ á kosningavöku sinni þannig að það er ljóst að nýir tímar í vændum, buffið fer á hilluna og slæðan um hálsinn.