Lífið

„Býr ekki lítil kerling innra með okkur öllum?“

Jakob Bjarnar skrifar
Marta María lífsstílsdrottning veltir fyrir sér úrslitum í forsetakosningum að hætti hússins og hún fagnar slæðubyltingunni svokallaðri.
Marta María lífsstílsdrottning veltir fyrir sér úrslitum í forsetakosningum að hætti hússins og hún fagnar slæðubyltingunni svokallaðri. Kári Sverrisson

Marta María Winkel, fréttastjóri dægurmála Morgunblaðsins og lífsstílssérfræðingur, veltir fyrir sér „slæðubyltingunni“ í hugleiðingum sem hún deilir með vinum sínum á Facebook.

„Það get­ur vel verið að ein­hverj­um finn­ist litl­ir silki­klút­ar kerl­ing­ar­leg­ir en býr ekki lít­il kerl­ing innra með okk­ur öll­um?“ spyr Marta María. Og hún telur það af hinu góða.

Marta María birtir þrjár myndir sem sýna nýjan forseta Íslands, Höllu Tómasdóttir, þar sem hún skartar slæðum um hálsinn. Þetta er tískan í dag.skjáskot

„Þarf ekki bara að umfaðma hana og leyfa henni að vera með. Og svo væri kannski allt í lagi að gang­ast við því því að hér væri ekki sam­fé­lag ef þess­ar kerl­ing­ar hefðu ekki staðið vakt­ina í gegn­um ald­irn­ar með því að elda mat úr engu og prjóna á ullar­föt á fólkið sitt svo það yrði ekki úti?

Marta María splæsti í mikla grein um slæðufárið á mbl.is. Sjálf talaði Halla, nýkjörin forseti, um „slæðubyltinguna“ á kosningavöku sinni þannig að það er ljóst að nýir tímar í vændum, buffið fer á hilluna og slæðan um hálsinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×