Fótbolti

Val­geir Lunddal á skotskónum í öðrum leiknum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson meiddist síðasta haust en er að komast aftur á fulla ferð.
Valgeir Lunddal Friðriksson meiddist síðasta haust en er að komast aftur á fulla ferð. Getty/Marius Becker

Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn á fullt eftir meiðsli og er líka búinn að klæða sig í skotskóna.

Valgeir Lunddal var bæði með mark og stoðsendingu í 4-1 sigri Häcken á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann átti algjöran stjörnuleik í sigri sem sá til þess að liðin höfðu sætaskipti.

Þetta var annar leikurinn í röð sem Valgeir skorar en hann skoraði einnig mark liðsins í 1-2 tap á móti Mjällby í leiknum á undan. Hann fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins.

Häcken fór upp í sjötta sæti deildarinnar en þetta var fyrsti sigur liðsins í fimm leikjum.

Valgeir skoraði fyrsta markið fyrir Häcken á 21. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum og skot hans fór af varnarmanni og í markið. Það má sjá markið hans hér fyrir neðan.

Íslenski bakvörðurinn lagði einnig upp fjórða mark Häcken í leiknum sem Mikkel Rygaard skoraði á 53. mínútu.

Edward Chilufya kom Häcken í 2-0 á 42. mínútu og þriðja markið skoraði Amor Layouni á 59. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×