Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2024 10:45 Svona birtist forsíða vefsíðunnar Euromore þegar leitað er að henni á íslensku. Íslenska útgáfan virðist byggja á vélþýðingu. Euromoe er aðgengileg á flestum Evrópumálum. Skjáskot/Euromore Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. Danska ríkisútvarpið komst yfir skjöl frá erlendri leyniþjónustustofnun sem sýna hvernig sjóður á vegum rússneskra stjórnvalda hefur verið notaður til þess komast í kringum refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og há upplýsingastríð í Evrópu. Sjóðurinn nefnist Pravfond og er að nafninu til ætlað að aðstoða Rússa sem búa erlendis. Afhjúpun DR og hóps evrópskra fjölmiðla leiddi þó í ljós að Pravfond hefur varið milljónum evra í að fjármagna áróðursherferðir fyrir ríkisstjórn Vladímírs Pútín þrátt fyrir að sjóðurinn megi ekki starfa í Evrópu vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Á meðal þess sem Pravfond hefur fjármagnað er vefsíðan Euromore. Samkvæmt skjölunum sem DR komst yfir frá Pravfond var vefsíðan stofnuð gagngert til þess að fegra ímynd Rússlands eftir að Evrópusambandið bannaði rússnesku ríkismiðlunum RT og Spútnik að senda út í Evrópu mánuði eftir að innrásin í Úkraínu hófst árið 2022. Euromore birtir greinar þar sem talað er um „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“, „Rússafælni í Evrópu“ og „vernd rússneskunnar“. Það eru allt hugðarefni og orðfæri stjórnvalda í Kreml. Vefsíðan er nú til á næstum öllum tungumálum í Evrópu, þar á meðal á íslensku. Vélþýðing af erlendu máli Íslenskan á Euromore fengi þó líklega Jónas Hallgrímsson til þess að snúa sér í gröfinni. „Fjölmiðlum gegn stríðinu er verið að kreista út úr Evrópu. Undirbúningur fyrir þriðju heimsstyrjöldina?“ básúnar vefurinn í stærstu fyrirsögninni á forsíðunni. Greinin fjallar um umfjöllun fjölmiðlahópsins sem stóð að afhjúpuninni á Pravfond um helgina og virðist hafa verið snúið úr rússnesku yfir á íslensku með vélþýðingu. Aðrar fyrirsagnir á síðunni segja meðal annars „Bandaríkin eru að undirbúa Evrópu sem lamb til slátrunar“ og „Bandarísk yfirvöld ritskoða gagnrýni á átökin í Úkraínu“. DR segir að skjölin frá Pravfond sýni að aðstandendur Euromore reyni vísvitandi að komast í kringum viðskiptaþvinganir ESB með því að láta líta út fyrir að vefsíðan hafi ritstjórnarskrifstofur í nágrenni Brussel. Síðunni sé þó raunverulega stýrt frá Moskvu. Belgíski fjölmiðilinn Knack sem DR átti í samstarfi við heimsótti meint heimilisfang Euromore í Brussel en fann hvorki tangur né tetur þar. Umsjónarmaður byggingarinnar hafði engar upplýsingar um að Euromore eða Pravfond hefðu nokkru sinni leigt skrifstofu þar. Lygar og hreinn þvættingur Sérfræðingar sem DR ræddi við um Euromore telja að vefsíðan sé hluti af tilraunum Rússa til þess að grafa undan stuðningi Evrópuríkja við Úkraínu, sýna Rússland í jákvæðu ljósi og gagnrýna vestræn ríki. „Þegar við lítum á hvernig Rússland notar fréttasíður þá er það langt út fyrir öll viðmið í blaðamennsku og stór hluti af þessu er gabb, blekkingar, lygar og hreinn þvættingur,“ segir Søren Liborius, sérfræðingur í rússneskum upplýsingahernaði hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins. Í áðurnefndri grein á Euromore sem birtist í dag er því haldið fram að tugir áhugamanna sem séu andsnúnir stríðinu standi að síðunni. „Við höfum okkar eigin ritstjórn og erum ekki í samstarfi við rússnesk samtök, stofnanir eða yfirvöld. Við birtum aðeins áreiðanlegar upplýsingar og styðjum ekki neitt pólitískt afl!“ Styrktu vörn vopnasala og leigumorðingja Netáróður er ekki það eina sem Pravfond hefur fyrir stafni. Sjóðurinn tók þátt í að greiða fyrir málsvörn Viktors Bout, alræmds vopnasala, sem var í fangelsi í Bandaríkjunum þar til honum var sleppt í skiptum fyrir körfuboltakonuna Brittney Griner árið 2022, og Vadims Krasikov, rússnesks leigumorðingja sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tjetjenskan uppreisnarmann í Dýragarðinum í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Yfirmenn Pravfond í Evrópu koma úr röðum fyrrverandi leyniþjónustumanna, að sögn The Guardian. Vladímír Pozdorovkin, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar SVR, er sagður stjórna starfsemi Pravfond á Norðurlöndum og i Eystrasaltsríkjunum. Pravfond var stofnað með forsetatilskipun árið 2012. Sjóðurinn heyrir undir rússneska utanríkisráðuneytið og ríkisstofnun sem dreifir aðstoð erlendis. Alexander Udaltsov, forstöðumaður Pravfond, er á refsilista Evrópusambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Danska ríkisútvarpið komst yfir skjöl frá erlendri leyniþjónustustofnun sem sýna hvernig sjóður á vegum rússneskra stjórnvalda hefur verið notaður til þess komast í kringum refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og há upplýsingastríð í Evrópu. Sjóðurinn nefnist Pravfond og er að nafninu til ætlað að aðstoða Rússa sem búa erlendis. Afhjúpun DR og hóps evrópskra fjölmiðla leiddi þó í ljós að Pravfond hefur varið milljónum evra í að fjármagna áróðursherferðir fyrir ríkisstjórn Vladímírs Pútín þrátt fyrir að sjóðurinn megi ekki starfa í Evrópu vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Á meðal þess sem Pravfond hefur fjármagnað er vefsíðan Euromore. Samkvæmt skjölunum sem DR komst yfir frá Pravfond var vefsíðan stofnuð gagngert til þess að fegra ímynd Rússlands eftir að Evrópusambandið bannaði rússnesku ríkismiðlunum RT og Spútnik að senda út í Evrópu mánuði eftir að innrásin í Úkraínu hófst árið 2022. Euromore birtir greinar þar sem talað er um „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“, „Rússafælni í Evrópu“ og „vernd rússneskunnar“. Það eru allt hugðarefni og orðfæri stjórnvalda í Kreml. Vefsíðan er nú til á næstum öllum tungumálum í Evrópu, þar á meðal á íslensku. Vélþýðing af erlendu máli Íslenskan á Euromore fengi þó líklega Jónas Hallgrímsson til þess að snúa sér í gröfinni. „Fjölmiðlum gegn stríðinu er verið að kreista út úr Evrópu. Undirbúningur fyrir þriðju heimsstyrjöldina?“ básúnar vefurinn í stærstu fyrirsögninni á forsíðunni. Greinin fjallar um umfjöllun fjölmiðlahópsins sem stóð að afhjúpuninni á Pravfond um helgina og virðist hafa verið snúið úr rússnesku yfir á íslensku með vélþýðingu. Aðrar fyrirsagnir á síðunni segja meðal annars „Bandaríkin eru að undirbúa Evrópu sem lamb til slátrunar“ og „Bandarísk yfirvöld ritskoða gagnrýni á átökin í Úkraínu“. DR segir að skjölin frá Pravfond sýni að aðstandendur Euromore reyni vísvitandi að komast í kringum viðskiptaþvinganir ESB með því að láta líta út fyrir að vefsíðan hafi ritstjórnarskrifstofur í nágrenni Brussel. Síðunni sé þó raunverulega stýrt frá Moskvu. Belgíski fjölmiðilinn Knack sem DR átti í samstarfi við heimsótti meint heimilisfang Euromore í Brussel en fann hvorki tangur né tetur þar. Umsjónarmaður byggingarinnar hafði engar upplýsingar um að Euromore eða Pravfond hefðu nokkru sinni leigt skrifstofu þar. Lygar og hreinn þvættingur Sérfræðingar sem DR ræddi við um Euromore telja að vefsíðan sé hluti af tilraunum Rússa til þess að grafa undan stuðningi Evrópuríkja við Úkraínu, sýna Rússland í jákvæðu ljósi og gagnrýna vestræn ríki. „Þegar við lítum á hvernig Rússland notar fréttasíður þá er það langt út fyrir öll viðmið í blaðamennsku og stór hluti af þessu er gabb, blekkingar, lygar og hreinn þvættingur,“ segir Søren Liborius, sérfræðingur í rússneskum upplýsingahernaði hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins. Í áðurnefndri grein á Euromore sem birtist í dag er því haldið fram að tugir áhugamanna sem séu andsnúnir stríðinu standi að síðunni. „Við höfum okkar eigin ritstjórn og erum ekki í samstarfi við rússnesk samtök, stofnanir eða yfirvöld. Við birtum aðeins áreiðanlegar upplýsingar og styðjum ekki neitt pólitískt afl!“ Styrktu vörn vopnasala og leigumorðingja Netáróður er ekki það eina sem Pravfond hefur fyrir stafni. Sjóðurinn tók þátt í að greiða fyrir málsvörn Viktors Bout, alræmds vopnasala, sem var í fangelsi í Bandaríkjunum þar til honum var sleppt í skiptum fyrir körfuboltakonuna Brittney Griner árið 2022, og Vadims Krasikov, rússnesks leigumorðingja sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tjetjenskan uppreisnarmann í Dýragarðinum í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Yfirmenn Pravfond í Evrópu koma úr röðum fyrrverandi leyniþjónustumanna, að sögn The Guardian. Vladímír Pozdorovkin, fyrrverandi útsendari rússnesku leyniþjónustunnar SVR, er sagður stjórna starfsemi Pravfond á Norðurlöndum og i Eystrasaltsríkjunum. Pravfond var stofnað með forsetatilskipun árið 2012. Sjóðurinn heyrir undir rússneska utanríkisráðuneytið og ríkisstofnun sem dreifir aðstoð erlendis. Alexander Udaltsov, forstöðumaður Pravfond, er á refsilista Evrópusambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira