Fótbolti

Real Madrid mun festa kaup á Joselu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Joselu átti stóran þátt í Meistaradeildartitli Real Madrid á nýafstöðnu tímabili.
Joselu átti stóran þátt í Meistaradeildartitli Real Madrid á nýafstöðnu tímabili. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images

Real Madrid hefur ákveðið að virkja klásúlu í samningi og festa kaup á framherjanum Joselu.

Joselu er 34 ára gamall framherji sem kom til félagsins á láni síðasta sumar. Klásúla í lánssamningnum kvað upp kaupverð á 1,5 milljón evra, sem Real Madrid hefur ákveðið að virkja. Mario Cortegana hjá The Athletic greindi fyrst frá. 

Formlega verður gengið frá kaupunum þegar tímabili Espanyol lýkur. Liðið berst nú um sæti í efstu deild og á framundan undanúrslitaeinvígi í umspili gegn Sporting Cadíz.

Joselu var leikmaður B-liðs Real Madrid árin 2009-12, hann klukkaði einn leik með aðalliðinu en var svo sendur burt og hefur komið víðvegar að undanfarin ár. 

Hann skoraði 17 mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir liðið á tímabilinu. Eftirminnilegust eru auðvitað mörkin tvö gegn Bayern Munchen sem skutu Real Madrid áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hann er hluti af 30 manna æfingahópi spænska landsliðsins fyrir EM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×