Fótbolti

Vinícius Júnior valinn bestur í Meistara­deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vinícius Júnior með Meistaradeildarbikarinn.
Vinícius Júnior með Meistaradeildarbikarinn. getty/Grzegorz Wajda

Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili.

Vinícius Júnior skoraði annað mark Real Madrid gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn.

Vinícius Júnior skoraði sex mörk og lagði upp fimm í tíu leikjum í Meistaradeildinni í vetur. UEFA valdi hann svo í dag besta leikmann keppninnar tímabilið 2023-24.

Samherji Vinícius Júnior, Jude Bellingham, var valinn besti ungi leikmaður Meistaradeildarinnar í vetur. Hann lagði upp markið fyrir Vinícius Júnior í úrslitaleiknum í fyrradag og kom alls að níu mörkum í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

Tveir aðrir leikmenn Real Madrid voru valdir í úrvalslið Meistaradeildarinnar í vetur. Það eru varnarmennirnir Antonio Rüdiger og Dani Carjaval sem skoraði fyrra mark Real Madrid í úrslitaleiknum.

Silfurlið Dortmund á einnig fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu; Gregor Köbel, Mats Hummels, Ian Maatsen og Marcel Sabitzer.

Vitinha (Paris Saint-Germain), Phil Foden (Manchester City) og Harry Kane (Bayern München) eru einnig í úrvalsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×