Lífið

Hús­bóndinn á Ár­bakka hafði aldrei heyrt um þriðju vaktina

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hin stórskemmtilegu Hulda og Hinni ræddu málin við Ásu Ninnu.
Hin stórskemmtilegu Hulda og Hinni ræddu málin við Ásu Ninnu.

Óhætt er að segja að líf fjölskyldunnar á hestabúgarðinum á Árbakka snúist í kringum hesta. Hestamennskan sameinaði þau á áttunda áratugnum.

Ása Ninna Pétursdóttir heimsótti hin stórskemmtilegu Hulda og Hinna í nýjasta þætti Sveitarómantíkur. Þau reka fyrirtækið Hestvit á búgarðinum ásamt syni sínum og tengdadóttir.

Í þáttunum er fylgst með sex pörum á mismunandi aldri sem eiga það sameiginlegt að búa í sveit. Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum.

Í fjórða þætti berst ýmislegt í tal, meðal annars þriðja vaktin, á laufléttum nótum. Hinni segist aldrei hafa heyrt um hana og segist ekki nógu duglegur á heimilinu. Það segir Hulda að séu ýkjur í hennar manni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.