Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2024 21:56 Sunna Valgerðardóttir hefur verið ráðin til þingflokks VG. Vinstri græn Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira