Fótbolti

Markmaður Austur­ríkis ekki með gegn Ís­landi í kvöld

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Manuela Zinsberger hefur varið mark Austurríkis 94 sinnum undanfarin ellefu ár, en ekki gegn Íslandi í kvöld.
Manuela Zinsberger hefur varið mark Austurríkis 94 sinnum undanfarin ellefu ár, en ekki gegn Íslandi í kvöld. Getty/Severin Aichbauer

Manuela Zinsberger, markvörður austurríska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með gegn Íslandi í kvöld. 

Hún tók þátt í fyrri leik liðanna á föstudag og átti nokkrar góðar vörslur en þurfti að draga sig úr hópnum fyrir seinni leikinn af persónulegum ástæðum. 

Zinsberger er einn reynslumesti og mikilvægasti leikmaður liðsins en hún hefur verið aðalmarkvörður Austurríkis undanfarinn áratug og á að baki 94 A-landsleiki. Arsenal er hennar félagslið en áður hefur hún leikið með Bayern Munchen.

Andrea Gurtner, markvörður OFI Crete í Grikklandi, kemur inn í hennar stað. 

Leikur Íslands gegn Austurríki fer fram á Laugardalsvelli í kvöld og hefur mikið vægi í atlögu að fimmta Evrópumóti Stelpnanna okkar í röð. Sigurinn í kvöld færi langleiðina með að fleyta liðinu beint áfram á EM í Sviss árið 2025. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×