Treystir sér ekki að skoða myndir sem teknar voru rétt eftir samstuðið Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2024 08:00 Eiður Gauti virðist ekki hafa fengið heilahristing. vísir/bjarni Framherji HK missti tvær tennur og sauma þurfti þrjátíu spor þegar hann lenti í samstuði við samherja sinn í Bestu deildinni um helgina. Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Besta deild karla HK Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Besta deild karla HK Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira