Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 11:53 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum. Getty Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum. Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum.
Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51