Yo-Yo Ma kemur til landsins Árni Sæberg skrifar 5. júní 2024 11:46 Yo-Yo Ma er þekktasti sellóleikari samtímans. Anna Moneymaker/Getty Images Yo-Yo Ma, einn frægasti tónlistarmaður heims, er væntanlegur til landsins. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott í október. Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Ma sé einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og koma hans sé því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. Á löngum og glæsilegum ferli hafi hann hljóðritað yfir níutíu hljómplötur og unnið til 19 Grammy-verðlauna. Ásamt því að koma reglulega fram í mörgum af þekktustu tónleikahúsum heims og með framúrskarandi hljómsveitum hafi hann spilað á stórviðburðum eins og innsetningum forseta Bandaríkjanna og opnunarhátíð Ólympíuleika. Koma hins heimskunna sellóleikara sé hluti af 75 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hann muni leika hinn áhrifamikla sellókonsert Edwards Elgar með hljómsveitinni. Bæði dreymt um að koma til landsins „Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland alla mína ævi. Heimurinn getur lært svo mikið af íslenskri leiðtogahæfni og visku og ég get ekki beðið eftir því að leika með dásamlegu tónlistarfólki landsins og með minni kæru vinkonu Kathryn Stott,“ er haft eftir Ma í tilkynningu. Þá er haft eftir Stott að hana hafi einnig lengi dreymt um koma til Íslands. Því sé vægt til orða tekið að segja að hún sé spennt. „Ég hlakka ekki aðeins til að upplifa stórbrotna náttúruna heldur að kynnast líka hinu menningarlega landslagi. Ég get varla beðið eftir hughrifunum þegar ég spila á tónleikum í Hörpu á þessu lokaferðalagi með mínum kæra kollega til fjörutíu ára, Yo-Yo Ma.“ Gríðarleg eftirvænting „Eftirvæntingin er gríðarleg. Okkur hefur lengi dreymt um að eiga í samstarfi við þennan einstaka listamann og nú er sá draumur loks að rætast. Yo-Yo Ma er ekki aðeins einn þekktasti sellóleikari sögunnar, heldur er hann mikill hugsjónarmaður og trúir á mátt tónlistar og menningar til að auka traust og skilning. Hann er mjög áhugasamur um að eiga gott samtal og samstarf við íslenskt listafólk og aðra við komu sína til landsins í október. Þetta verður algjör hátíð,“ er haft eftir Lára Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri SÍ. Tónleikar Yo-Yo Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands fari fram fimmtudaginn 24. október og dúó-tónleikar hans með Kathryn Stott verði laugardaginn 26. október. Báðir tónleikarnir verði haldnir í Eldborg í Hörpu. Forsala fyrir áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefjist 13. júní og almenn miðasala 19. júní á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Ma sé einn þekktasti núlifandi hljóðfæraleikari heims og koma hans sé því sannkallaður stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. Á löngum og glæsilegum ferli hafi hann hljóðritað yfir níutíu hljómplötur og unnið til 19 Grammy-verðlauna. Ásamt því að koma reglulega fram í mörgum af þekktustu tónleikahúsum heims og með framúrskarandi hljómsveitum hafi hann spilað á stórviðburðum eins og innsetningum forseta Bandaríkjanna og opnunarhátíð Ólympíuleika. Koma hins heimskunna sellóleikara sé hluti af 75 ára afmælisdagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hann muni leika hinn áhrifamikla sellókonsert Edwards Elgar með hljómsveitinni. Bæði dreymt um að koma til landsins „Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland alla mína ævi. Heimurinn getur lært svo mikið af íslenskri leiðtogahæfni og visku og ég get ekki beðið eftir því að leika með dásamlegu tónlistarfólki landsins og með minni kæru vinkonu Kathryn Stott,“ er haft eftir Ma í tilkynningu. Þá er haft eftir Stott að hana hafi einnig lengi dreymt um koma til Íslands. Því sé vægt til orða tekið að segja að hún sé spennt. „Ég hlakka ekki aðeins til að upplifa stórbrotna náttúruna heldur að kynnast líka hinu menningarlega landslagi. Ég get varla beðið eftir hughrifunum þegar ég spila á tónleikum í Hörpu á þessu lokaferðalagi með mínum kæra kollega til fjörutíu ára, Yo-Yo Ma.“ Gríðarleg eftirvænting „Eftirvæntingin er gríðarleg. Okkur hefur lengi dreymt um að eiga í samstarfi við þennan einstaka listamann og nú er sá draumur loks að rætast. Yo-Yo Ma er ekki aðeins einn þekktasti sellóleikari sögunnar, heldur er hann mikill hugsjónarmaður og trúir á mátt tónlistar og menningar til að auka traust og skilning. Hann er mjög áhugasamur um að eiga gott samtal og samstarf við íslenskt listafólk og aðra við komu sína til landsins í október. Þetta verður algjör hátíð,“ er haft eftir Lára Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri SÍ. Tónleikar Yo-Yo Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands fari fram fimmtudaginn 24. október og dúó-tónleikar hans með Kathryn Stott verði laugardaginn 26. október. Báðir tónleikarnir verði haldnir í Eldborg í Hörpu. Forsala fyrir áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefjist 13. júní og almenn miðasala 19. júní á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira