Réðu nýjan þjálfara sama dag og Solskjær var orðaður við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 21:15 Solskjær hefur ekki þjálfað síðan 2021. John Walton/Getty Images Fyrr í dag virtist sem Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, væri við það að taka við Bestiktas í tyrknesku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sá orðrómur virtist byggður á sandi þar sem Giovanni Van Bronckhorst er tekinn við liðinu. Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira
Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira
Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36
Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36
Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01