Lífið

Dorrit hvetur Nigel Farage til dáða

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Dorrit birti mynd af sér með Nigel Farage fyrr í dag
Dorrit birti mynd af sér með Nigel Farage fyrr í dag Skjáskot

Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, birti mynd af sér í dag á Instagram með breska stjórnmálamanninum Nigel Farage, og hvatti hann til dáða.

„Go get it!“ sagði Dorrit, en það munu vera algeng hvatningarorð á enskri tungu. Beinþýðing á orðatiltækinu væri eitthvað eins og farðu og sæktu það, en merkingingarleg hliðstæða á íslensku gæti mögulega verið einfaldlega farðu og rústaðu þessu, eða bara áfram þú

Stjórnmálamaðurinn umdeildi tilkynnti fyrir tveimur dögum síðan að hann hyggðist bjóða sig fram til þings í þingkosningunum í Bretlandi í sumar. Hann á að baki sér skrautlegan feril í pólitík, en hann var á sínum tíma einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Farage hefur sjö sinnum boðið sig fram til þings áður, en aldrei haft erindi sem erfiði. Flokkur hans, umbótaflokkurinn, er líklegur til að stela atkvæðum íhaldssamra kjósenda frá íhaldssflokknum.


Tengdar fréttir

Fara­ge snýst hugur og býður sig fram til þings

Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×