Hinn 27 ára gamli Maddison var hluti af 33 leikmannahópnum sem Gareth Southgate, þjálfari Englands, valdi upphaflega í aðdraganda mótsins en aðeins 26 leikmenn mega vera í hópnum á EM. Þrátt fyrir að spila hálftíma í vináttuleik gegn Bosníu og Hersegóvínu á dögunum er Maddison ekki í hópnum sem fer til Þýskalands.
BREAKING: James Maddison has been left out of England's 26-player squad for Euro 2024 and has departed the Three Lions camp 🚨
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 5, 2024
Maddison, sem spilar aðallega framarlega á miðjunni, var talsvert meiddur á nýafstaðinni leiktíð og tók aðeins þátt í 30 leikjum. Skoraði hann fjögur mörk og gaf níu stoðsendingar.
Miðjumaðurinn er fyrsti leikmaðurinn sem fær að vita að hann fer ekki á EM. Southgate virðist ætla að taka endanlega ákvörðun með aðra leikmenn eftir vináttulandsleik Englands og Íslands sem fram fer annað kvöld, föstudag.
England mætir Íslandi á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á morgun, föstudaginn 7. júní. Leikurinn er í opinni dagskrá Stöðar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45.