Ótrúlegt gengi Scott í hættu og eina sem hann getur gert er að bíða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 11:30 Adam Scott getur ekki annað gert en beðið þangað til Memorial-mótinu er lokið. EPA-EFE/ALI HAIDER Adam Scott er ef til vill ekki nafn sem íþróttaunnendur almennt kannast við en fólk sem fylgist vel með golfi hefur eflaust heyrt nafnið enda hefur kylfingurinn ekki misst af risamóti síðan árið 2001. Hann hefur tekið þátt á 91 móti í röð en ótrúlegt gengi hans er nú í hættu. Hinn 43 ára gamli Scott kemur frá Ástralíu og hefur unnið eitt risamót á ferlinum. Sá sigur kom árið 2013 þegar hann vann Mastersmótið. Hann lenti í öðru sæti á Opna breska árið 2012 og hefur tvívegis verið jafn öðrum kylfing í 3. sæti á PGA-meistaramótinu. Scott hefur hins vegar afrekað það að taka þátt á öllum risamótum í golfi síðan árið 2001. Þetta ótrúlega gengi hans er nú í hættu þar sem hann hefur ekki tryggt sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Scott tapaði í bráðabana um sæti á mótinu og þarf nú að bíða og sjá hvernig kylfingunum sem eru rétt fyrir neðan hann á heimslistanum gengur á Memorial-mótinu. Sem stendur er Scott í 60. sæti heimslistans og gæti það dugað Scott þar sem enn eru sex boðsæti laus en þau fara eingöngu til kylfinga í efstu sextíu sætunum. UNBELIEVABLE PLAYOFF DRAMA! Adam Scott chips in and Cam Davis shows nerves of steel by rolling a birdie right behind him! pic.twitter.com/6MqYheJG5p— U.S. Open (@usopengolf) June 4, 2024 Málið er hins vegar að Scott er ekki að spila á Memorial-mótinu um helgina en þar taka nokkrir af þeim kylfingum sem eru rétt fyrir neðan Ástralann á heimslistanum þátt. Þeir kylfingar þurfa einfaldlega að spila nægilega illa til að Scott haldist í 60. sæti og fái þar með að taka þátt á 92. stórmótinu í röð. Gangi það ekki eftir og Scott endi neðar á listanum þá gæti hann enn komist á Opna bandaríska ef einhver þarf að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Það er þó talið ólíklegt ef marka má miðilinn Golf Digest. Aðeins Jack Nicklaus hefur spilað á fleiri risamótum í röð heldur en Scott. Gyllti björninn, eins og hann er oftast nær kallaður, tók þátt í öllum risamótunum í golfi frá 1962 til 1998 eða alls 146 í röð. Nú er að bíða og sjá hvort Scott haldi áfram að saxa á met Nicklaus eða hvort hans samfelldri stórmótaþáttöku sé lokið. Golf Opna bandaríska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira
Hinn 43 ára gamli Scott kemur frá Ástralíu og hefur unnið eitt risamót á ferlinum. Sá sigur kom árið 2013 þegar hann vann Mastersmótið. Hann lenti í öðru sæti á Opna breska árið 2012 og hefur tvívegis verið jafn öðrum kylfing í 3. sæti á PGA-meistaramótinu. Scott hefur hins vegar afrekað það að taka þátt á öllum risamótum í golfi síðan árið 2001. Þetta ótrúlega gengi hans er nú í hættu þar sem hann hefur ekki tryggt sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Scott tapaði í bráðabana um sæti á mótinu og þarf nú að bíða og sjá hvernig kylfingunum sem eru rétt fyrir neðan hann á heimslistanum gengur á Memorial-mótinu. Sem stendur er Scott í 60. sæti heimslistans og gæti það dugað Scott þar sem enn eru sex boðsæti laus en þau fara eingöngu til kylfinga í efstu sextíu sætunum. UNBELIEVABLE PLAYOFF DRAMA! Adam Scott chips in and Cam Davis shows nerves of steel by rolling a birdie right behind him! pic.twitter.com/6MqYheJG5p— U.S. Open (@usopengolf) June 4, 2024 Málið er hins vegar að Scott er ekki að spila á Memorial-mótinu um helgina en þar taka nokkrir af þeim kylfingum sem eru rétt fyrir neðan Ástralann á heimslistanum þátt. Þeir kylfingar þurfa einfaldlega að spila nægilega illa til að Scott haldist í 60. sæti og fái þar með að taka þátt á 92. stórmótinu í röð. Gangi það ekki eftir og Scott endi neðar á listanum þá gæti hann enn komist á Opna bandaríska ef einhver þarf að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Það er þó talið ólíklegt ef marka má miðilinn Golf Digest. Aðeins Jack Nicklaus hefur spilað á fleiri risamótum í röð heldur en Scott. Gyllti björninn, eins og hann er oftast nær kallaður, tók þátt í öllum risamótunum í golfi frá 1962 til 1998 eða alls 146 í röð. Nú er að bíða og sjá hvort Scott haldi áfram að saxa á met Nicklaus eða hvort hans samfelldri stórmótaþáttöku sé lokið.
Golf Opna bandaríska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira