Lakers vill fá tvöfaldan háskólameistara sem þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2024 16:31 Dan Hurley klippir netið af körfunni eftir að Connecticut vann Purdue í úrslitaleik háskólaboltans. getty/Mitchell Layton Los Angeles Lakers freistar þess að fá Dan Hurley, þjálfara háskólameistara Connecticut, til að taka við þjálfun liðsins. Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greinir frá þessu í dag. Samkvæmt honum ætlar Lakers að bjóða honum góðan langtímasamning til að lokka hann frá Connecticut yfir í NBA. BREAKING: The Los Angeles Lakers are targeting Connecticut’s Dan Hurley to become the franchise’s next coach and are preparing a massive, long-term contract offer to bring the back-to-back national champion to the NBA, sources tell ESPN. pic.twitter.com/6WPrigPvAW— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 6, 2024 Lakers hefur verið í þjálfaraleit síðan Darvin Haim var látinn taka pokann sinn eftir að liðið féll úr leik fyrir Denver Nuggets í 1. umferð úrslitakeppninnar. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Lakers en samkvæmt Wojnarowski hefur félagið haft augastað á Hurley allt frá því þjálfaraleitin hófst. Hurley hefur gert Connecticut að háskólameisturum undanfarin tvö ár. Hann tók við liðinu 2018 en stýrði þar á undan Rhode Island um sex ára skeið. Þar áður þjálfaði Hurley St. Benedict's Prep menntaskólanum og Wagner háskólanum. LeBron James ku vera aðdáandi Hurleys sem er lykilatriði í því að hann fái starfið. Enn liggur ekki fyrir hvort LeBron snýr aftur til Lakers á næsta tímabili en það ræðst meðal annars af því hvaða lið velur son hans, Bronny, í nýliðavalinu í lok mánaðarins. NBA Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greinir frá þessu í dag. Samkvæmt honum ætlar Lakers að bjóða honum góðan langtímasamning til að lokka hann frá Connecticut yfir í NBA. BREAKING: The Los Angeles Lakers are targeting Connecticut’s Dan Hurley to become the franchise’s next coach and are preparing a massive, long-term contract offer to bring the back-to-back national champion to the NBA, sources tell ESPN. pic.twitter.com/6WPrigPvAW— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 6, 2024 Lakers hefur verið í þjálfaraleit síðan Darvin Haim var látinn taka pokann sinn eftir að liðið féll úr leik fyrir Denver Nuggets í 1. umferð úrslitakeppninnar. Ýmsir hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Lakers en samkvæmt Wojnarowski hefur félagið haft augastað á Hurley allt frá því þjálfaraleitin hófst. Hurley hefur gert Connecticut að háskólameisturum undanfarin tvö ár. Hann tók við liðinu 2018 en stýrði þar á undan Rhode Island um sex ára skeið. Þar áður þjálfaði Hurley St. Benedict's Prep menntaskólanum og Wagner háskólanum. LeBron James ku vera aðdáandi Hurleys sem er lykilatriði í því að hann fái starfið. Enn liggur ekki fyrir hvort LeBron snýr aftur til Lakers á næsta tímabili en það ræðst meðal annars af því hvaða lið velur son hans, Bronny, í nýliðavalinu í lok mánaðarins.
NBA Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum