Sport

Tinda­stóll mun leika í Subway deild kvenna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stólarnir hafa ekki leikið í efstu deild í yfir tuttugu ár kvennamegin.
Stólarnir hafa ekki leikið í efstu deild í yfir tuttugu ár kvennamegin. Mynd/facebooksíða Tindastóls/ Davidmar.Net

Meistaraflokkur Tindastóls mun leika í Subway-deild kvenna á næsta tímabili.

En ljóst varð að eitt sæti væri laust í deildinni eftir að Fjölnir dró lið sitt úr efstu deild á komandi tímabili. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Tindastóls.

Stólarnir léku í næstefstu deild á síðasta tímabili og endaði liðið í 4. sæti í deildinni. Þær léku síðan til úrslita gegn Aþenu um laust sæti í Subway-deildinni og tapaði liðið því einvígi 3-1. F

Tindastóll lék síðast í úrvalsdeild kvenna árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×