Handbolti

Thea á­fram í her­búðum þre­földu meistaranna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thea Imani Sturludóttir hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár.
Thea Imani Sturludóttir hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals.

Thea hefur verið mikilvægur hlekkur í Valsliðinu undanfarin ár, en hún gekk í raðir félagsins árið 2021. Á síðasta tímabili skoraði hún 102 mörk í 21 deildarleik og átti stóran þátt í því að Valskonur tryggðu sér alla þrjá titlana sem í boði eru.

Thea lék með yngri flokkum Fylkis áður en hún hélt út fyrir landsteinana þar sem hún lék með Volda, Oppsal og Aarhus United. Hún sneri þó aftur heim í byrjun árs 2021 og hefur leikið með Val síðan þá.

Alls hefur Thea leikið 78 leiki fyrir íslenska kvennalandsliðið og skorað í þeim 169 mörk. Hún er ekki eina landsliðskonan til að framlengja samningi sínum við Val á síðustu dögum því Hildigunnur Einarsdóttir skrifaði einnig undir nýjan eins árs samning við félagið síðastliðinn miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×