Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir komandi umferð í Bestu-deild kvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag. Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira