„Ég hef aldrei horft á mig sem fórnarlamb“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. júní 2024 07:01 Mari Järsk er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Þegar allt kemur til alls skiptir máli að ég sé ekki að bregðast sjálfri mér, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Mari leggur mikið upp úr því að vera sönn og samkvæm sjálfri sér og er óhrædd við að þróast og læra af lífinu. Hún hefur gengið í gegnum mikið á sinni lífsleið og opnaði á æsku sína í heimildarmyndinni MARI sem hún vann með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Var mjög týnd eftir að hún var tekin frá foreldrum sínum Aðspurð hvernig hún var sem barn segir Mari: „Ég ólst upp hjá ömmu minni, var sveitakrakki og lifði bara einn dag í einu þar sem maður hlakkaði til að fá næsta verkefni. Svo náttúrulega eftir að ég var tekin af foreldrum mínum og fór frá ömmu minni sjö ára gömul þá var ég ótrúlega týnd. Þá var ég ekki lengur í þessu einfalda lífi þar sem ég þurfti bara að gefa dýrunum að borða og fá að borða sjálf. Þá flæktist ég svolítið, ég þurfti að fara að mennta mig og lifa í einhverjum ramma, allt sem mig langaði ekki. Mér leið bara vel að lifa eins og villidýr, ég var ekkert mikið fyrir að lifa eftir reglum. Ég var rosalega týnd eftir að ég var tekin af foreldrum mínum og bjó í SOS barnaþorpinu í Eistlandi. Það hefur ekkert með SOS að gera, ég inni í sjálfri mér var bara ótrúlega týnd. Ég kunni ekki alveg að fúnkera, mér fannst ótrúlega erfitt að læra og þetta var allt ógeðslega erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Fann hamingju og ástríðu í hlaupunum Draumarnir hafa þó alltaf fylgt Mari. „Ég var alltaf að vonast eftir því að eitthvað myndi gerast og það yrði allt betra. Mamma reyndi að senda mig til barnasálfræðings og einhvern tíma gerðist það að hann sagði eitthvað við mömmu mína sem ég hafði sagt, þannig að ég missti traustið þar. Ég raunverulega gat því aldrei opnað mig sem barn. Hvernig átti ég að vinna í mér? Ég var rosa mikið inni í mér sem einkennir mig náttúrulega ekki í dag.“ Það breyttist ótal margt í lífi Mari eftir að hún kom til Íslands átján ára gömul. „Þá losna taumarnir, ég gat byrjað að vera trú sjálfri mér og þurfti ekki lengur að lifa i rosalegum ramma.“ Mörgum árum síðar finnur Mari sig svo algjörlega í hlaupunum. „Þar finn ég hamingju og ástríðu sem er kannski eitthvað sem allir leitast eftir, þetta var það sem ég var búin að leitast eftir allt mitt líf.“ Hún segist sannarlega ekki hafa búist við því að lífið yrði eins og það er í dag. „Þess vegna get ég ekki svona spurningar eins og hvar sérðu þig eftir 30 ár? Dreptu mig, hvernig geturðu vitað það fyrir fram? Það er ekki hægt.“ Mari Järsk er ekki mikið fyrir langtímaplön því hún segir lífið óútreiknanlegt.Vísir/Vilhelm Óhrædd við að tjá sig Eins og áður segir er algjör lykill hjá Mari að vera trú sjálfri sér. „Sama hvað ég geri þá skiptir máli að ég sé sönn og reyni að gera eins vel og ég get. Þegar að allt kemur til alls skiptir engu máli hvernig maður lítur út og hvað maður er þungur heldur skiptir máli hvað þú hefur að gefa og hvernig manneskja þú ert.“ Sömuleiðis er hún óhrædd við að koma til dyranna eins og hún er klædd. „Ég segi það upphátt ef að ég er ósátt. Ég held að það hjálpi rosa mikið til að tjá sig. Við erum öll alls konar og það eru allir með eitthvað sem við fílum ekki. Fólk á að leyfa öðrum að lifa eins og það vill lifa. Þetta er svo einfalt en við flækjum þetta svo ótrúlega mikið. Við verðum að leyfa fólki að lifa sínu lífi.“ Í svitakófi á frumsýningu Heimildarmyndin Mari var frumsýnd í vor og segist Mari ekki endilega hafa átt erfitt með ferlið en í myndinni fer hún í gegnum erfiða æsku sína. Mér persónulega fannst ég ekki gefa út of mikið, við fórum ekkert of djúpt í neitt og Sigrún Ósk setur þetta fáránlega vel upp, hún er svo mikill snillingur. Þannig að vinnan sjálf var ekki endilega erfið en svo að setjast í bíósal með 300 manns, það var meira en að segja það. Ég bjóst ekki við því að það myndi taka svona á hjá mér. Mér fannst það alveg erfitt, að horfa á þetta með fólkinu mínu og öllum hinum sem ég þekkti ekki. Það bara lak af mér sviti og þessi klukkutími var ekki eins og klukkutími, mér leið eins og ég hafi verið þarna sveitt í fimm klukkutíma. Þannig að þetta var aðeins erfiðara en ég bjóst við en svo þegar að þetta var búið þá var þetta bara búið og ég sá ekki eftir neinu.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Þekkir marga sem tóku að sér SOS styrktarbarn eftir myndina Hún segist hafa fundið hjá sér að hún var tilbúin að segja sína sögu á sínum forsendum. „Ég var algjörlega tilbúin. Þegar allt kemur til alls þurfti ég að setja það upp fyrir sjálfri mér að þetta mun hjálpa fólki. Ekkert endilega í tengslum við MeToo, ég horfði ekki á það þannig. Heldur í fyrsta lagi að það er allt í lagi að vera það sem maður er. Í öðru lagi að sýna hvað SOS var búið að gera fyrir mig. Ég er búin að fá óteljandi mikið af skilaboðum frá fólki að það hafi tekið að sér styrktarbarn og það er svo fallegt, það er að fara að gefa af sér að mínu mati. Þannig að ég held að þessi mynd sé búin að gera ótrúlega gott.“ Hún segist virkilega meyr yfir viðtökunum og því flóði af fallegum skilaboðum sem hún hefur fengið en það sé stundum erfitt að átta sig á því að maður sé að gefa af sér og hafa jákvæð áhrif. „Þótt maður tali eins og sjóari og allt sem maður er að gera sé ekki endilega öllum til geðs þá er þakklætið er svo miklu meira en mótlætið.“ Hún segist ekki vilja breyta sjálfri sér fyrir aðra. „Það eru örugglega margir sem segja Jesús þessi stelpa, það sem hún lætur út úr sér. En ef ég breyti því þá náttúrulega verður lífið erfitt. Þá er eg farin að þóknast og þá þarf ég að tipla á tanum eins og ég gerði alltaf sem barn og ég bara nenni því ekki,“ segir Mari og bætir við að fólk hafi sömuleiðis val hvort það vilji fylgja henni á samfélagsmiðlum og lesa fréttir um hana. Þekkir ekki aðra æsku en sína Það hefur ótal margt mótað þessa einstöku konu, þar á meðal æska hennar og erfiðleikar og sömuleiðis það að flytja átján ára gömul til Íslands. „Ég hef aldrei horft á mig sem fórnarlamb. Ég bara átti svona líf og við höfum öll átt erfitt. Kærastinn minn var að segja mér um daginn að hann lenti í einelti sem barn. Við höfum öll lent í einhverju, þótt fólk hafi átt eðlilega æsku höfum við öll gengið í gegnum áföll. Ég á ekkert erfiðara líf en einhver annar að mínu mati því ég þekki ekkert annað. Svona elst ég upp og svona er þetta bara. Ég hef ekkert átt erfiðara en einhver annar í þessu lífi að mínu mati.“ Einkalífið Bakgarðshlaup Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. 6. júní 2024 07:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Mari leggur mikið upp úr því að vera sönn og samkvæm sjálfri sér og er óhrædd við að þróast og læra af lífinu. Hún hefur gengið í gegnum mikið á sinni lífsleið og opnaði á æsku sína í heimildarmyndinni MARI sem hún vann með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Var mjög týnd eftir að hún var tekin frá foreldrum sínum Aðspurð hvernig hún var sem barn segir Mari: „Ég ólst upp hjá ömmu minni, var sveitakrakki og lifði bara einn dag í einu þar sem maður hlakkaði til að fá næsta verkefni. Svo náttúrulega eftir að ég var tekin af foreldrum mínum og fór frá ömmu minni sjö ára gömul þá var ég ótrúlega týnd. Þá var ég ekki lengur í þessu einfalda lífi þar sem ég þurfti bara að gefa dýrunum að borða og fá að borða sjálf. Þá flæktist ég svolítið, ég þurfti að fara að mennta mig og lifa í einhverjum ramma, allt sem mig langaði ekki. Mér leið bara vel að lifa eins og villidýr, ég var ekkert mikið fyrir að lifa eftir reglum. Ég var rosalega týnd eftir að ég var tekin af foreldrum mínum og bjó í SOS barnaþorpinu í Eistlandi. Það hefur ekkert með SOS að gera, ég inni í sjálfri mér var bara ótrúlega týnd. Ég kunni ekki alveg að fúnkera, mér fannst ótrúlega erfitt að læra og þetta var allt ógeðslega erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Fann hamingju og ástríðu í hlaupunum Draumarnir hafa þó alltaf fylgt Mari. „Ég var alltaf að vonast eftir því að eitthvað myndi gerast og það yrði allt betra. Mamma reyndi að senda mig til barnasálfræðings og einhvern tíma gerðist það að hann sagði eitthvað við mömmu mína sem ég hafði sagt, þannig að ég missti traustið þar. Ég raunverulega gat því aldrei opnað mig sem barn. Hvernig átti ég að vinna í mér? Ég var rosa mikið inni í mér sem einkennir mig náttúrulega ekki í dag.“ Það breyttist ótal margt í lífi Mari eftir að hún kom til Íslands átján ára gömul. „Þá losna taumarnir, ég gat byrjað að vera trú sjálfri mér og þurfti ekki lengur að lifa i rosalegum ramma.“ Mörgum árum síðar finnur Mari sig svo algjörlega í hlaupunum. „Þar finn ég hamingju og ástríðu sem er kannski eitthvað sem allir leitast eftir, þetta var það sem ég var búin að leitast eftir allt mitt líf.“ Hún segist sannarlega ekki hafa búist við því að lífið yrði eins og það er í dag. „Þess vegna get ég ekki svona spurningar eins og hvar sérðu þig eftir 30 ár? Dreptu mig, hvernig geturðu vitað það fyrir fram? Það er ekki hægt.“ Mari Järsk er ekki mikið fyrir langtímaplön því hún segir lífið óútreiknanlegt.Vísir/Vilhelm Óhrædd við að tjá sig Eins og áður segir er algjör lykill hjá Mari að vera trú sjálfri sér. „Sama hvað ég geri þá skiptir máli að ég sé sönn og reyni að gera eins vel og ég get. Þegar að allt kemur til alls skiptir engu máli hvernig maður lítur út og hvað maður er þungur heldur skiptir máli hvað þú hefur að gefa og hvernig manneskja þú ert.“ Sömuleiðis er hún óhrædd við að koma til dyranna eins og hún er klædd. „Ég segi það upphátt ef að ég er ósátt. Ég held að það hjálpi rosa mikið til að tjá sig. Við erum öll alls konar og það eru allir með eitthvað sem við fílum ekki. Fólk á að leyfa öðrum að lifa eins og það vill lifa. Þetta er svo einfalt en við flækjum þetta svo ótrúlega mikið. Við verðum að leyfa fólki að lifa sínu lífi.“ Í svitakófi á frumsýningu Heimildarmyndin Mari var frumsýnd í vor og segist Mari ekki endilega hafa átt erfitt með ferlið en í myndinni fer hún í gegnum erfiða æsku sína. Mér persónulega fannst ég ekki gefa út of mikið, við fórum ekkert of djúpt í neitt og Sigrún Ósk setur þetta fáránlega vel upp, hún er svo mikill snillingur. Þannig að vinnan sjálf var ekki endilega erfið en svo að setjast í bíósal með 300 manns, það var meira en að segja það. Ég bjóst ekki við því að það myndi taka svona á hjá mér. Mér fannst það alveg erfitt, að horfa á þetta með fólkinu mínu og öllum hinum sem ég þekkti ekki. Það bara lak af mér sviti og þessi klukkutími var ekki eins og klukkutími, mér leið eins og ég hafi verið þarna sveitt í fimm klukkutíma. Þannig að þetta var aðeins erfiðara en ég bjóst við en svo þegar að þetta var búið þá var þetta bara búið og ég sá ekki eftir neinu.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Þekkir marga sem tóku að sér SOS styrktarbarn eftir myndina Hún segist hafa fundið hjá sér að hún var tilbúin að segja sína sögu á sínum forsendum. „Ég var algjörlega tilbúin. Þegar allt kemur til alls þurfti ég að setja það upp fyrir sjálfri mér að þetta mun hjálpa fólki. Ekkert endilega í tengslum við MeToo, ég horfði ekki á það þannig. Heldur í fyrsta lagi að það er allt í lagi að vera það sem maður er. Í öðru lagi að sýna hvað SOS var búið að gera fyrir mig. Ég er búin að fá óteljandi mikið af skilaboðum frá fólki að það hafi tekið að sér styrktarbarn og það er svo fallegt, það er að fara að gefa af sér að mínu mati. Þannig að ég held að þessi mynd sé búin að gera ótrúlega gott.“ Hún segist virkilega meyr yfir viðtökunum og því flóði af fallegum skilaboðum sem hún hefur fengið en það sé stundum erfitt að átta sig á því að maður sé að gefa af sér og hafa jákvæð áhrif. „Þótt maður tali eins og sjóari og allt sem maður er að gera sé ekki endilega öllum til geðs þá er þakklætið er svo miklu meira en mótlætið.“ Hún segist ekki vilja breyta sjálfri sér fyrir aðra. „Það eru örugglega margir sem segja Jesús þessi stelpa, það sem hún lætur út úr sér. En ef ég breyti því þá náttúrulega verður lífið erfitt. Þá er eg farin að þóknast og þá þarf ég að tipla á tanum eins og ég gerði alltaf sem barn og ég bara nenni því ekki,“ segir Mari og bætir við að fólk hafi sömuleiðis val hvort það vilji fylgja henni á samfélagsmiðlum og lesa fréttir um hana. Þekkir ekki aðra æsku en sína Það hefur ótal margt mótað þessa einstöku konu, þar á meðal æska hennar og erfiðleikar og sömuleiðis það að flytja átján ára gömul til Íslands. „Ég hef aldrei horft á mig sem fórnarlamb. Ég bara átti svona líf og við höfum öll átt erfitt. Kærastinn minn var að segja mér um daginn að hann lenti í einelti sem barn. Við höfum öll lent í einhverju, þótt fólk hafi átt eðlilega æsku höfum við öll gengið í gegnum áföll. Ég á ekkert erfiðara líf en einhver annar að mínu mati því ég þekki ekkert annað. Svona elst ég upp og svona er þetta bara. Ég hef ekkert átt erfiðara en einhver annar í þessu lífi að mínu mati.“
Einkalífið Bakgarðshlaup Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. 6. júní 2024 07:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. 6. júní 2024 07:01