Ása Laufey skipuð prestur í Háteigskirkju Árni Sæberg skrifar 7. júní 2024 11:40 Ása Laufey færir sig úr Breiðholtinu á Háteigsveginn. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjenda, hefur verið skipuð prestur í Háteigskirkju. Í fréttatilkynningu segir að biskup Íslands hafi nýlega óskað eftir til þjónustu við Háteigsprestakall, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur hafi runnið út 14 maí síðastliðinn. Valnefnd hafi kosið séra Ásu Laufeyju til þjónustunnar. Prestakallið er ein sókn, Háteigssókn, sem sé víðfeðm sókn með um 12.500 íbúa. Sóknarmörk fylgja helstu stofnbrautum í Hlíðunum og Holtunum. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir er fædd árið 1979 á Siglufirði og ólst síðar upp í Breiðholti og vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2000 og mag. theol gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 2013. Sr. Ása Laufey lauk framhaldsmenntun í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2020 og MA prófi í guðfræði árið 2022. Sr. Ása Laufey starfaði sem fræðslufulltrúi og prestur íslenska safnaðarins í Noregi frá árinu 2014 til ársins 2017. Hún var vígð 22. febrúar árið 2015 til íslensku kirkjunnar í Noregi. Hún starfaði síðar sem æskulýðsprestur í Neskirkju og sem héraðsprestur um nokkurt skeið í afleysingum og hafði þá aðsetur í Háteigskirkju. Sr. Ása Laufey hefur síðustu þrjú ár þjónað sem annar prestur innflytjenda og haft aðsetur í Breiðholtskirkju. Eiginmaður sr. Ásu Laufeyjar er Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Góðra samskipta. Þau eiga eina dóttur, Lóu Bjarkar. Þá segir í tilkynningu að afi Ásu Laufeyjar, sr. Árelíus Níelsson, hafi þjónað sem prestur víða um land, síðast í Langholtskirkju í Reykjavík. Sr. Árelíus hafi þótt sérlega afkastamikið skáld og verið mikill forgöngumaður í æskulýðsstarfi og starfi með fólki með vímuefnavanda. Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að biskup Íslands hafi nýlega óskað eftir til þjónustu við Háteigsprestakall, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur hafi runnið út 14 maí síðastliðinn. Valnefnd hafi kosið séra Ásu Laufeyju til þjónustunnar. Prestakallið er ein sókn, Háteigssókn, sem sé víðfeðm sókn með um 12.500 íbúa. Sóknarmörk fylgja helstu stofnbrautum í Hlíðunum og Holtunum. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir er fædd árið 1979 á Siglufirði og ólst síðar upp í Breiðholti og vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2000 og mag. theol gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 2013. Sr. Ása Laufey lauk framhaldsmenntun í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2020 og MA prófi í guðfræði árið 2022. Sr. Ása Laufey starfaði sem fræðslufulltrúi og prestur íslenska safnaðarins í Noregi frá árinu 2014 til ársins 2017. Hún var vígð 22. febrúar árið 2015 til íslensku kirkjunnar í Noregi. Hún starfaði síðar sem æskulýðsprestur í Neskirkju og sem héraðsprestur um nokkurt skeið í afleysingum og hafði þá aðsetur í Háteigskirkju. Sr. Ása Laufey hefur síðustu þrjú ár þjónað sem annar prestur innflytjenda og haft aðsetur í Breiðholtskirkju. Eiginmaður sr. Ásu Laufeyjar er Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Góðra samskipta. Þau eiga eina dóttur, Lóu Bjarkar. Þá segir í tilkynningu að afi Ásu Laufeyjar, sr. Árelíus Níelsson, hafi þjónað sem prestur víða um land, síðast í Langholtskirkju í Reykjavík. Sr. Árelíus hafi þótt sérlega afkastamikið skáld og verið mikill forgöngumaður í æskulýðsstarfi og starfi með fólki með vímuefnavanda.
Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira