Lífið samstarf

Fjörið með Bylgju­lestinni heldur á­fram í Mos­fells­bæ

Bylgjan
Bylgjulestin á Akranesi
Bylgjulestin á Akranesi

Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið í sumar, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar.

Á morgun, laugardaginn 8. júní, stoppar lestin í húsdýragarðinum Hraðastöðum í Mosfellsbæ og er óhætt að lofa miklu fjöri. Með í för verða matarvagnar frá Götubitanum, boðið verður upp á ís frá Skúbb ísgerð, andlitsmálningu fyrir börnin, leiksýningu frá Leikfélaginu Vinum og bílasýningu frá Öskju. Gestir geta gætt sér á hollustubita frá MUNA, Appelsíni án sykurs frá Ölgerðinni og góðgæti frá Nóa Síríus. Gestir fá einnig gjafapoka og geta tekið þátt í leikjum frá samstarfsaðilum Bylgjunnar.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í Húsdýragarðinum Hraðastöðum á morgun laugardag. Mynd/Húsdýragarðurinn Hraðastöðum.
Mynd/Thule Photo. 

Fyrsta stoppistöð Bylgjulestarinnar var í Vestmannaeyjum síðasta laugardag þar sem Bragi Guðmundsson, Kristín Ruth Jónsdóttir og Agnes Ýr Arnarsdóttir voru í beinni útsendingu frá eyjunni fögru um sjómannadagshelgina.

Þrátt fyrir smá vætu var góð stemning í Vestmannaeyjum síðasta laugardag þegar Bylgjulestin til eyjarinnar fögru.

Kíktu við, taktu þátt í fjörinu og sláðu í gegn um land allt með Golfsambandi Íslands og Bylgjulestinni.

Næstu stopp Bylgjulestarinnar:

  • 15. júní – Þingvellir
  • 22. júní - Eyrarbakki
  • 29. júní – Borgarnes
  • 6. júlí – Akureyri
  • 13. júlí – Selfoss
  • 20. júlí – Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • 27. júlí - Hafnarfjörður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×