„Þetta er bara of dýrt eins og staðan er í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2024 09:00 Sigurður H. Helgason ræddi framtíðarsýn Sjúkratrygginga varðandi greiðsluþátttöku þyngdastjórnunarlyfja við Vísi. stjórnarráðið/getty Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að bíða verði eftir því að fleiri þyngdarstjórnunarlyf komi á markað, áður en hægt verður að rýmka skilyrði fyrir greiðsluþátttöku. Sem stendur sé samfélagslegur kostnaður of mikill. Fólk hefur í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna. Sprenging hefur orðið á notkun þyngdarstjórnunarlyfja, líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hefur kostnaður við niðurgreiðslu Sjúkratrygginga, fyrstu fimm mánuði ársins, fyrir sykursýkislyfið Ozempic farið úr 79 milljónum árið 2020 í 462 milljónir árið 2024. Kostnaðurinn vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdastjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Mikilvægt er að árétta að Ozempic er sykursýkislyf, ólíkt þyngdarstjórnunarlyfinu Wegowy sem kom nýtt á markað í október 2023. Virka efni lyfjanna Wegowy og Ozempic er hins vegar það sama og lítill munur er á lyfjunum utan þeirrar ábendingar sem læknar rita fyrir lyfjunum. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, tjáði Vísi í gær að henni fyndist greiðsluþátttökuskilyrði fyrir þyngdastjórnunarlyf of ströng. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. Skilyrðin ströng vegna framboðs Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er kostnaður vegna lyfsins Wegowy töluvert minni en Ozempic. Sjúkratryggingar greiddu 58 milljónir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en kostnaður einstaklinga hljóðar upp á 561 milljónir króna. Fólk hefur því í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna, þar sem það uppfyllir ekki greiðslyþátttökuskilyrði. Erla Gerður sagði sömuleiðis að hún teldi lyfjameðferð hefjast hjá offitusjúklingum að jafnaði of seint og líkti því við krabbameinsmeðferð þar sem beðið væri með lyfjagjöf „þar til meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri“. Sigurður H. Helgason forstjóri sjúkratrygginga segir ekki sanngjarnt að líkja þessu tvennu saman. „Við teljum matið vandað. Þetta er niðurstaðan eins og hún blasir við núna. Það verður að líta til þess samhengis að fólk getur verið í offitu án þess að vera í yfirvofandi lífshættu. Ef það koma fleiri lyf með lækkandi lyfjaverði, þá verður þetta stærri hópur,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Örlítið fleiri“ en í sambærilegum löndum „Það eru sterkar vísbendingar um það að til þess að viðhalda þeim árangri sem þessi lyf skapa, þurfi fólk að vera lengi á lyfjunum og jafnvel ævilangt. Ef við sjáum fyrir okkur stöðu þar sem talsvert stór hluti þjóðarinnar er komin á þessi lyf, og verður á þeim ævilangt, þá er uppsafnaður framtíðarkostnaður orðinn alveg svakalegur. Það eru þær stærðir sem menn horfa á og segja: „ heyrðu, þetta er hreinlega of dýrt eins og staðan er í dag“. „Okkur ber að fara eftir ákveðinni aðferðafræði þegar við'metum hvort lyfin skuli niðurgreidd og fyrir hverja. Við notum aðferð sem vegur saman tilkostnað við ábata samfélagsins af því að viðkomandi lyf sé niðurgreitt. Þetta er flókið mat og við höfum horft til nágrannalanda, Norðurlanda og Bretlands.“ Vinnureglur Sjúkratrygginga varðandi Wegowy segir Sigurður leiða til þess að „örlítið fleiri“ komist á lyfið en í sambærilegum löndum. Viðmiðin séu vægari hér á landi, en samt talsvert ströng. „Lyf eins og Wegowy er að sjálfsögðu aðgengilegt öllum sem uppfylla þessi skilyrði. Það eru ýmsir í ofþyngd og offitu sem eru undir þeim gildum en geta þá, ef þeir kjósa, valið að fara á þessi lyf og greiða þau sjálf,“ segir Sigurður. Má ekki mistúlka stefnu stjórnvalda Novo nordisk, framleiðandi lyfjanna, annar ekki eftirspurn. Eftirspurnin hefur raunar verið svo mikil að sala lyfjanna bjargaði danska hagkerfinu frá samdrætti á síðasta ári. Búist er við því að verg landsframleiðsla tvöfaldist á þessu ári vegna hagnaðar Novo nordisk, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Fortune. „Það er eftirspurn alls staðar. Framleiðandinn er í vandræðum með að auka framleiðslugetu til að anna eftirspurn.“ Samfélagslegur kostnaður sé hins vegar enn of mikill, til þess að hægt sé að rýmka fyrrgreind skilyrði. „Það má ekki skilja núverandi stöðu sem stefnu stjórnvalda um að það eigi ekki að auka aðgengi að þessum lyfjum. Þetta er bara fúl staða í augnablikinu og við höfum skilning á fólki sem er í erfiðri stöðu hvað þetta varðar.“ Heilbrigðismál Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Sprenging hefur orðið á notkun þyngdarstjórnunarlyfja, líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hefur kostnaður við niðurgreiðslu Sjúkratrygginga, fyrstu fimm mánuði ársins, fyrir sykursýkislyfið Ozempic farið úr 79 milljónum árið 2020 í 462 milljónir árið 2024. Kostnaðurinn vegna sykursýkislyfja, sem einnig eru notuð til þyngdastjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Mikilvægt er að árétta að Ozempic er sykursýkislyf, ólíkt þyngdarstjórnunarlyfinu Wegowy sem kom nýtt á markað í október 2023. Virka efni lyfjanna Wegowy og Ozempic er hins vegar það sama og lítill munur er á lyfjunum utan þeirrar ábendingar sem læknar rita fyrir lyfjunum. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, tjáði Vísi í gær að henni fyndist greiðsluþátttökuskilyrði fyrir þyngdastjórnunarlyf of ströng. Umrædd skilyrði felast í því að sjúklingur sé yfir 45 í BMI-stuðli og með lífsógnandi fylgikvilla sem ekki hafi tekist að vinna með, með öðrum hætti í að minnsta kosti sex mánuði. Skilyrðin ströng vegna framboðs Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er kostnaður vegna lyfsins Wegowy töluvert minni en Ozempic. Sjúkratryggingar greiddu 58 milljónir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en kostnaður einstaklinga hljóðar upp á 561 milljónir króna. Fólk hefur því í auknum mæli tekið sjálft á sig kostnað lyfjanna, þar sem það uppfyllir ekki greiðslyþátttökuskilyrði. Erla Gerður sagði sömuleiðis að hún teldi lyfjameðferð hefjast hjá offitusjúklingum að jafnaði of seint og líkti því við krabbameinsmeðferð þar sem beðið væri með lyfjagjöf „þar til meinið er búið að dreifa sér í að minnsta kosti tvö líffæri“. Sigurður H. Helgason forstjóri sjúkratrygginga segir ekki sanngjarnt að líkja þessu tvennu saman. „Við teljum matið vandað. Þetta er niðurstaðan eins og hún blasir við núna. Það verður að líta til þess samhengis að fólk getur verið í offitu án þess að vera í yfirvofandi lífshættu. Ef það koma fleiri lyf með lækkandi lyfjaverði, þá verður þetta stærri hópur,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Örlítið fleiri“ en í sambærilegum löndum „Það eru sterkar vísbendingar um það að til þess að viðhalda þeim árangri sem þessi lyf skapa, þurfi fólk að vera lengi á lyfjunum og jafnvel ævilangt. Ef við sjáum fyrir okkur stöðu þar sem talsvert stór hluti þjóðarinnar er komin á þessi lyf, og verður á þeim ævilangt, þá er uppsafnaður framtíðarkostnaður orðinn alveg svakalegur. Það eru þær stærðir sem menn horfa á og segja: „ heyrðu, þetta er hreinlega of dýrt eins og staðan er í dag“. „Okkur ber að fara eftir ákveðinni aðferðafræði þegar við'metum hvort lyfin skuli niðurgreidd og fyrir hverja. Við notum aðferð sem vegur saman tilkostnað við ábata samfélagsins af því að viðkomandi lyf sé niðurgreitt. Þetta er flókið mat og við höfum horft til nágrannalanda, Norðurlanda og Bretlands.“ Vinnureglur Sjúkratrygginga varðandi Wegowy segir Sigurður leiða til þess að „örlítið fleiri“ komist á lyfið en í sambærilegum löndum. Viðmiðin séu vægari hér á landi, en samt talsvert ströng. „Lyf eins og Wegowy er að sjálfsögðu aðgengilegt öllum sem uppfylla þessi skilyrði. Það eru ýmsir í ofþyngd og offitu sem eru undir þeim gildum en geta þá, ef þeir kjósa, valið að fara á þessi lyf og greiða þau sjálf,“ segir Sigurður. Má ekki mistúlka stefnu stjórnvalda Novo nordisk, framleiðandi lyfjanna, annar ekki eftirspurn. Eftirspurnin hefur raunar verið svo mikil að sala lyfjanna bjargaði danska hagkerfinu frá samdrætti á síðasta ári. Búist er við því að verg landsframleiðsla tvöfaldist á þessu ári vegna hagnaðar Novo nordisk, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Fortune. „Það er eftirspurn alls staðar. Framleiðandinn er í vandræðum með að auka framleiðslugetu til að anna eftirspurn.“ Samfélagslegur kostnaður sé hins vegar enn of mikill, til þess að hægt sé að rýmka fyrrgreind skilyrði. „Það má ekki skilja núverandi stöðu sem stefnu stjórnvalda um að það eigi ekki að auka aðgengi að þessum lyfjum. Þetta er bara fúl staða í augnablikinu og við höfum skilning á fólki sem er í erfiðri stöðu hvað þetta varðar.“
Heilbrigðismál Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent