Fótbolti

Messi úti­lokar ekki að spila á næsta heims­meistara­móti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lionel Messi toppaði ótrúlegan feril á HM í Katar 2022.
Lionel Messi toppaði ótrúlegan feril á HM í Katar 2022. Hernan Cortez/Getty Images

Lionel Messi hefur snúist hugur og hann útilokar ekki lengur að taka þátt á heimsmeistaramótinu árið 2026.

Messi vann HM í Katar 2022 og sagði þá að það hefði verið hans síðasta heimsmeistaramót með argentínska landsliðinu. Messi er hins vegar alls ekki hættur landsliðsfótbolta og mun taka þátt á Copa America sem hefst síðar í mánuðinum.

Í einlægu viðtali við InfoBae greindi hann svo frá því að möguleikinn væri enn til staðar að hann taki þátt á HM 2026.

„Það fer allt eftir því hvernig mér líður líkamlega og hvort mér finnist ég enn geta lagt mitt af mörkum fyrir liðið. Það er langt í mótið en tíminn líður hratt.“

Þá sagði hann einnig að álagið á honum í dag væri mun minna en áður á ferlinum. Sem leikmaður Barcelona og PSG spilaði hann yfirleitt tvo leiki í viku á hæsta gæðastigi, í dag leikur hann með Inter Miami í bandarísku úrvalsdeildinni.

Vitað er að nokkrir liðsfélagar hans hjá Argentínu hafa biðlað til Messi að taka þátt á mótinu. Þá er þjálfarinn Lionel Scaloni einnig spenntur fyrir því.


Tengdar fréttir

Allir fengu gullsíma frá Leo Messi

Leikmenn argentínska heimsmeistaraliðsins fengu ekki aðeins gullverðlaun um hálsinn eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu í Katar í desember því Lionel Messi sjálfur var líka í gjafastuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×