Åge: Gott fyrir strákana Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:38 Åge Hareide var eðlilega ósáttur með tapið en segir framtíðina bjarta. EPA-EFE/Maciej Kulczynski Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni. „Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Þetta var gott fyrir strákana“, sagði Åge þegar Valur Páll Eiríksson spurði Norðmanninn út í tilfinningar sínar eftir leikinn. „Við fundum það nefnilega eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðum átt að fá meira út úr þeim leik. Við vorum að vinna þann leik og ef við hefðum varist þar eins og í kvöld þá værum við á leiðinni á EM. Þeir sýndu karakter eins og gegn Ísrael í fyrri leiknum í umspilinu. Við hefðum getað unnið 2-0 í raun. Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir leggja hart að sér á æfingum og standa vel saman. Leikmenn sem koma inn leggja líka sín lóð á vogarskálarnar sem gleður mig líka.“ Hvað gerði það að verkum að leikurinn vannst? „Ég held að andinn í liðinu hafi skilað þessu. Við verðum að finna aftur þennan anda sem var í liðinu þegar allt var í blóma, við þurfum að standa saman og verjast vel. Svo getum við farið í skyndi sóknir og skorað mörk þannig. Við getum verið í lágu blokkinni þegar við trúum á hana og treystum hvor öðrum. Nú erum við að gera það, við æfum vel og strákarnir gera vel þar og það er mjög ánægjulegt að ná í þennan sigur.“ Hversu stórt afrek er þetta? Ísland hefur einungis unnið England einu sinni áður. „Wembley er erfiður heim að sækja. England tapar fáum leikjum hérna þannig að við getum verið mjög ánægðir með okkur. Við verðum að byggja á þessu og við eigum erfiðan leik á mánudaginn þar sem við reynum þetta aftur. Við sofum á þessu í kvöld og byrjum svo að undirbúa okkur aftur.“ Klippa: Age Hareide ræðir sigurinn á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00